Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson og Eyjólfur Árni Rafnsson skrifa 14. nóvember 2024 12:31 Undanfarið hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar um hvernig bæta megi afkomu ríkissjóðs og fjármagna brýn verkefni. Ein þeirra lýtur að því skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu í stað þess að greiða skatt af lífeyri þegar hann kemur til útgreiðslu. Hafa þessar hugmyndir verið kynntar sem einhvers konar töfralausn, fundið fé sem hvorki muni hafa áhrif á afkomu lífeyrisþega né afkomu ríkissjóðs til framtíðar. Það er alrangt. Slíkar hugmyndir væru ekkert minna en afturför lífeyrismála á Íslandi og upptaka á vandamálum sem margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir með verulega neikvæðum áhrifum á kjör eldra fólks og útgjöld hins opinbera. Meginkostur íslenska lífeyriskerfisins er að hver kynslóð stendur undir eigin lífeyri og hluta þeirrar þjónustu sem hún nýtur með skattgreiðslum af honum. Þetta er einkar mikilvægt nú þegar miklar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar, fólki á vinnualdri fækkar og lífeyristökum fjölgar. Í dag eru um sex vinnandi einstaklingar á móti hverjum eftirlaunataka. Viðbúið er að eftir 25 ár verði einungis þrír vinnandi á móti hverjum eftirlaunataka. Í dag greiða atvinnurekendur og launafólk reglulega af launum í lífeyrissjóði fyrir hvern starfsmann. Við inngreiðslu er fjárhæðin ekki skattlögð, heldur látin ávaxtast óskert þar til taka lífeyris hefst. Lífeyristakar greiða því skatt þegar þeir taka eftirlaun sín út úr lífeyrissjóðum. Þannig nýtist lífeyrir ekki eingöngu til framfærslu lífeyristaka heldur fjármagnar við útgreiðslu með sköttum samneyslu samfélagsins á hverjum tíma. Sé þessi skattur innheimtur á meðan fólk er á vinnumarkaði er ljóst að framtíðarkynslóðir munu bera mun þyngri skattbyrði en ella eða að opinber þjónusta verður af skornari skammti. Breyting í þessa veru hefði því í reynd í för með sér að hluta lífeyrissparnaðarins yrði breytt úr sjóðsöfnun í gegnumstreymi sem væri í hrópandi mótsögn við tilgang lífeyriskerfisins og allar alþjóðlegar ráðleggingar til áratuga. Óhjákvæmilega verða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum lægri ef lægra hlutfall iðgjalda er ávaxtað hjá lífeyrissjóðum. Þetta mun þýða að framtíðarútgjöld í almannatryggingakerfinu, sem fjármögnuð eru með skatttekjum á hverjum tíma, verða hærri, sem enn mun þyngja skattbyrði komandi kynslóða eða rýra verulega kjör lífeyristaka framtíðarinnar. Íslenska lífeyriskerfið var byggt upp af framsýni og hefur staðist tímans tönn. Það sést best á því að lífeyrissjóðirnir standa undir meginhluta lífeyristekna almennings sem stöðugt fara vaxandi. Alþjóðlega er litið til okkar þegar kemur að árangri við að tryggja afkomu lífeyristaka og ekki síst hvað varðar sjálfbærni lífeyriskerfisins til framtíðar. Lífeyriskerfið er margþætt og stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum og verkefnið nú sem hingað til að halda áfram að bæta kerfið og vera vakandi fyrir því sem gera má betur. Ekki síst þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga bæði í nútíð og framtíð. Hugmyndir um skattlagningu lífeyrisiðgjalds við inngreiðslu er ekki hluti af því verkefni því þær eru í reynd tillaga um stórkostlegan tilflutning á skattbyrði á milli kynslóða og aðför að kjörum og velferð hvort tveggja lífeyristaka og vinnandi fólks til framtíðar. Lífeyriskerfi Íslendinga stendur vel og er sjálfbært. Við skulum standa vörð um eitt besta lífeyriskerfi í heimi og ekki láta skammtímasjónarmið raska grundvallarstoð kerfisins. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti Alþýðusambands Íslands Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Finnbjörn A. Hermannsson Eyjólfur Árni Rafnsson ASÍ Skattar og tollar Atvinnurekendur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ýmsar hugmyndir verið reifaðar um hvernig bæta megi afkomu ríkissjóðs og fjármagna brýn verkefni. Ein þeirra lýtur að því skattleggja iðgjald til lífeyrissjóðanna við inngreiðslu í stað þess að greiða skatt af lífeyri þegar hann kemur til útgreiðslu. Hafa þessar hugmyndir verið kynntar sem einhvers konar töfralausn, fundið fé sem hvorki muni hafa áhrif á afkomu lífeyrisþega né afkomu ríkissjóðs til framtíðar. Það er alrangt. Slíkar hugmyndir væru ekkert minna en afturför lífeyrismála á Íslandi og upptaka á vandamálum sem margar aðrar þjóðir standa frammi fyrir með verulega neikvæðum áhrifum á kjör eldra fólks og útgjöld hins opinbera. Meginkostur íslenska lífeyriskerfisins er að hver kynslóð stendur undir eigin lífeyri og hluta þeirrar þjónustu sem hún nýtur með skattgreiðslum af honum. Þetta er einkar mikilvægt nú þegar miklar breytingar eru að verða á aldurssamsetningu þjóðarinnar, fólki á vinnualdri fækkar og lífeyristökum fjölgar. Í dag eru um sex vinnandi einstaklingar á móti hverjum eftirlaunataka. Viðbúið er að eftir 25 ár verði einungis þrír vinnandi á móti hverjum eftirlaunataka. Í dag greiða atvinnurekendur og launafólk reglulega af launum í lífeyrissjóði fyrir hvern starfsmann. Við inngreiðslu er fjárhæðin ekki skattlögð, heldur látin ávaxtast óskert þar til taka lífeyris hefst. Lífeyristakar greiða því skatt þegar þeir taka eftirlaun sín út úr lífeyrissjóðum. Þannig nýtist lífeyrir ekki eingöngu til framfærslu lífeyristaka heldur fjármagnar við útgreiðslu með sköttum samneyslu samfélagsins á hverjum tíma. Sé þessi skattur innheimtur á meðan fólk er á vinnumarkaði er ljóst að framtíðarkynslóðir munu bera mun þyngri skattbyrði en ella eða að opinber þjónusta verður af skornari skammti. Breyting í þessa veru hefði því í reynd í för með sér að hluta lífeyrissparnaðarins yrði breytt úr sjóðsöfnun í gegnumstreymi sem væri í hrópandi mótsögn við tilgang lífeyriskerfisins og allar alþjóðlegar ráðleggingar til áratuga. Óhjákvæmilega verða lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum lægri ef lægra hlutfall iðgjalda er ávaxtað hjá lífeyrissjóðum. Þetta mun þýða að framtíðarútgjöld í almannatryggingakerfinu, sem fjármögnuð eru með skatttekjum á hverjum tíma, verða hærri, sem enn mun þyngja skattbyrði komandi kynslóða eða rýra verulega kjör lífeyristaka framtíðarinnar. Íslenska lífeyriskerfið var byggt upp af framsýni og hefur staðist tímans tönn. Það sést best á því að lífeyrissjóðirnir standa undir meginhluta lífeyristekna almennings sem stöðugt fara vaxandi. Alþjóðlega er litið til okkar þegar kemur að árangri við að tryggja afkomu lífeyristaka og ekki síst hvað varðar sjálfbærni lífeyriskerfisins til framtíðar. Lífeyriskerfið er margþætt og stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum og verkefnið nú sem hingað til að halda áfram að bæta kerfið og vera vakandi fyrir því sem gera má betur. Ekki síst þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni sjóðfélaga bæði í nútíð og framtíð. Hugmyndir um skattlagningu lífeyrisiðgjalds við inngreiðslu er ekki hluti af því verkefni því þær eru í reynd tillaga um stórkostlegan tilflutning á skattbyrði á milli kynslóða og aðför að kjörum og velferð hvort tveggja lífeyristaka og vinnandi fólks til framtíðar. Lífeyriskerfi Íslendinga stendur vel og er sjálfbært. Við skulum standa vörð um eitt besta lífeyriskerfi í heimi og ekki láta skammtímasjónarmið raska grundvallarstoð kerfisins. Finnbjörn A. Hermannsson er forseti Alþýðusambands Íslands Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsins
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar