Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2024 21:29 Kristófer Acox var í þjálfarastólnum í kvöld og er með 100% sigurhlutfall í því hlutverki Vísir / Pawel Cieslikiewicz Kristófer Acox var í hlutverki þjálfara í kvöld þegar Valur tók á móti KR í fjarveru Jamil Abiad sem var veikur í dag. Valur vann sigur á KR og má telja að hann hafi verið mjög mikilvægur upp á sálarlíf Íslandsmeistaranna. Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“ Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“
Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31