Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar 15. nóvember 2024 08:17 Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fjármál heimilisins Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að negla niður vextina. Til að laga heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Og fyrir fyrirtækin sem eru föst í íslenskum vöxtum. Samfylking með plan Nú er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er eini flokkurinn með plan um að negla niður vextina og verðbólguna. Planið er þríþætt: Við ætlum að fjölga íbúðum strax með bráðaaðgerðum. Við ætlum að tryggja að ríkissjóður valdi ekki verðbólgu með því að taka upp stöðugleikareglu í fjármálum ríkisins. Og við ætlum að taka til í ríkisrekstri – samhliða tekjuöflun með skynsamlegum skattkerfisbreytingum. Þannig lögum við peningaholuna eftir fráfarandi ríkisstjórn. Fjölgum íbúðum strax Með bráðaaðgerðum getum við fjölgað íbúðum á annað þúsund næstu tvö árin, umfram áætlanir, sem heldur aftur af hærra húsnæðisverði – og þar með verðbólgu og vöxtum. Annars vegar með því að losa um íbúðarhúsnæði sem er þegar til en ekki nýtt til íbúðar og hins vegar með því að liðka fyrir fjölgun íbúða sem er hægt að koma hratt á markaðinn. Til þess ætlum við m.a. að ná stjórn á Airbnb, byggja einingahús og breyta atvinnuhúsnæði í vandaðar íbúðir.Þetta er nauðsynleg byrjun til að taka á bráðavandanum. En við leggjum einnig til kerfisbreytingar til lengri tíma til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki er stærsta efnahagsmálið Nú hafa stýrivextir verið 9% í meira en 1 ár. Verðbólga hefur verið yfir markmiði í 4 ár. Og samkvæmt áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar stefnir í að hallarekstur verði á ríkissjóði í 9 ár. Þess vegna ætlar Samfylkingin að breyta lögum um opinber fjármál og taka upp stöðugleikareglu – þannig að „verðbólgufroðunni“ sé ekki eytt strax heldur að nýjum rekstrarútgjöldum sé mætt með hagræðingu og/eða tekjuöflun. Tiltekt og tekjuöflun Loks ætlum við að taka til í ríkisrekstrinum og þar byrjum við á efsta laginu. Með fækkun ráðherra og ráðuneyta. Fara verður betur með fé í opinberum framkvæmdum, setja reglur um innri endurskoðun hjá stærri ríkisstofnunum og draga skipulega úr skriffinnsku, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu, með því að efla stafræna innviði. Sumt af þessu kallar á fjárfestingu. Eins og allir stjórnendur í fyrirtækjum vita þá þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti. Þess vegna vill Samfylkingin gera skynsamlegar skattkerfisbreytingar – til að afla tekna með sanngjörnum hætti og fjárfesta í undirstöðum Íslands. Það ætlum við að gera með almennum auðlindagjöldum og með því að skrúfa fyrir skattaglufur sem nýtast aðeins fólki með verulega háar fjármagnstekjur. Planlausir hægriflokkar Hvað getur maður sagt um þá stjórnmálamenn sem segjast geta lækkað skatta og skorið hratt og mikið niður, um leið og þeir lofa betri þjónustu, aukinni fjárfestingu og lægri skuldum – og á sama tíma hraðlækkandi vöxtum og verðbólgu? Svarið er einfalt: Þeir eru ekki að segja þér satt. Samt er þetta það eina sem hægriflokkarnir bjóða upp á í þessum kosningum. Það er auðvitað hlægilegast í tilfelli þeirra flokka sem hafa stjórnað landinu á síðustu árum. Eins og Sjálfstæðisflokks sem hefur hækkað vexti, hækkað verð og hækkað skatta á vinnandi fólk frá árinu 2013. Þar hefur ekkert breyst þó að nú sé reynt að lofa gulli og grænum skógum. Valkostirnir í kosningunum 30. nóvember eru skýrir: Annars vegar hrein hægristjórn með Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Viðreisn – og gömlu hagstjórnarpólitík Sjálfstæðisflokksins. Eða ríkisstjórn með sterkri Samfylkingu sem neglir niður vextina og hefst handa við að laga Ísland. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun