„Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 13:53 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda flokksins í 3. sæti í Reykjavík Norður, um að taka ekki sæti nái hann kjöri alfarið vera hans eigin. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. Þórður greindi frá ákvörðun sinni á Facebook sinni skömmu fyrir hádegi í dag. Ástæðan fyrir henni voru kvenfyrirlitin bloggskrif sem hann hafði skrifaði fyrir tveimur áratugum og voru rifjuð upp í Spursmálum á mbl.is. Fréttastofa ræddi við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, um viðbrögð hennar við ákvörðun Þórðar. Var þetta sameiginleg ákvörðun? „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar, er algjörlega á hans forsendum og ég virði hana að öllu leyti,“ segir Kristrún. Hefurðu rætt við hann um þetta? „Við höfum talað heilmikið saman, gerðum það áður en þetta mál kom upp, og ræddum auðvitað líka saman eftir að þetta kom upp fyrir nokkrum dögum,“ segir hún. „Ég ber mikla virðingu fyrir Þórði, hann er góður jafnaðarmaður og félagi og hefur verið góð viðbót við Samfylkinguna.“ Hefur verið rætt um það hvort hann taki að sér önnur störf innan flokksins? „Það er ekki tímabært að ræða neitt svoleiðis. Hann er ennþá félagi í Samfylkingunni og er það óháð því hvort hann situr á þingi eða ekki. Við erum með fullt af góðu fólki sem starfar með okkur að alls konar hlutum í sjálfboðaliðastarfi,“ segir hann. „Þórður er enn góður liðsfélagi þó hann hafi tekið þessa ákvörðun. Við eigum okkur öll pláss einhvers staðar í þessu verkefni.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Þórður greindi frá ákvörðun sinni á Facebook sinni skömmu fyrir hádegi í dag. Ástæðan fyrir henni voru kvenfyrirlitin bloggskrif sem hann hafði skrifaði fyrir tveimur áratugum og voru rifjuð upp í Spursmálum á mbl.is. Fréttastofa ræddi við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, um viðbrögð hennar við ákvörðun Þórðar. Var þetta sameiginleg ákvörðun? „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar, er algjörlega á hans forsendum og ég virði hana að öllu leyti,“ segir Kristrún. Hefurðu rætt við hann um þetta? „Við höfum talað heilmikið saman, gerðum það áður en þetta mál kom upp, og ræddum auðvitað líka saman eftir að þetta kom upp fyrir nokkrum dögum,“ segir hún. „Ég ber mikla virðingu fyrir Þórði, hann er góður jafnaðarmaður og félagi og hefur verið góð viðbót við Samfylkinguna.“ Hefur verið rætt um það hvort hann taki að sér önnur störf innan flokksins? „Það er ekki tímabært að ræða neitt svoleiðis. Hann er ennþá félagi í Samfylkingunni og er það óháð því hvort hann situr á þingi eða ekki. Við erum með fullt af góðu fólki sem starfar með okkur að alls konar hlutum í sjálfboðaliðastarfi,“ segir hann. „Þórður er enn góður liðsfélagi þó hann hafi tekið þessa ákvörðun. Við eigum okkur öll pláss einhvers staðar í þessu verkefni.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira