Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 09:01 Frá bardaga þeirra Tyson og Paul. Vísir/Getty Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. Bardaga Tyson og Paul var beðið með nokkurri eftirvæntingu en YouTube-stjarnan Paul hefur einbeitt sér að hnefaleikum síðustu misserin og skoraði á Tyson í bardaga en Tyson er orðinn 58 ára gamall og keppti síðast í keppnisbardaga árið 2005. Það var Paul sem hafði síðan betur í bardaganum eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. „Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu“ Tyson var búinn að vera kokhrautur í undirbúningi fyrir bardagann en hann átti upphaflega að fara fram í júní en var þá frestað vegna veikinda Tyson sem glímdi við magasár. Eftir bardagann hyllti Paul Tyson og sagði það hafa verið heiður að mæta honum. Tyson tjáði sig síðan á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi. Hann segir að þetta hafi verið ein af þeim stundum þar sem maður vinnur þrátt fyrir að tapa. „Ég er þakklátur fyrir gærkvöldið. Engin eftirsjá að hafa farið inn í hringinn í síðasta skiptið,“ skrifar Tyson og kemur síðan inn á veikindin sem urðu til þess að fresta þurfti bardaganum í sumar. This is one of those situations when you lost but still won. I’m grateful for last night. No regrets to get in ring one last time. I almost died in June. Had 8 blood transfusions. Lost half my blood and 25lbs in hospital and had to fight to get healthy to fight so I won. To…— Mike Tyson (@MikeTyson) November 16, 2024 „Ég dó næstum því í júní. Ég fékk 8 blóðgjafir, missti helminginn af blóðinu og 11 kíló á sjúkrahúsi. Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu til að geta barist.“ Tyson segir að þetta hafi verið augnablik sem enginn getur ætlast til að upplifa. „Að börnin mín hafi séð mig standa andspænis og klára átta lotur gegn hæfileikaríkum hnefaleikmanni sem er helmingi yngri en ég. Fyrir framan troðfullan leikvang Dallas Cowboys. Það er reynsla sem enginn hefur rétt á að biðja um.“ Box Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Sjá meira
Bardaga Tyson og Paul var beðið með nokkurri eftirvæntingu en YouTube-stjarnan Paul hefur einbeitt sér að hnefaleikum síðustu misserin og skoraði á Tyson í bardaga en Tyson er orðinn 58 ára gamall og keppti síðast í keppnisbardaga árið 2005. Það var Paul sem hafði síðan betur í bardaganum eftir að dómarar dæmdu honum sigur á stigum. Ljóst þótti að Tyson þyrfti að ná rothöggi á Paul snemma til að fagna sigri og mátti sjá þreytumerki á Tyson eftir því sem leið. Tyson var raunar hægur frá upphafi og eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju þegar hann gekk í hringinn heyrðist baulað að honum undir lok bardagans. „Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu“ Tyson var búinn að vera kokhrautur í undirbúningi fyrir bardagann en hann átti upphaflega að fara fram í júní en var þá frestað vegna veikinda Tyson sem glímdi við magasár. Eftir bardagann hyllti Paul Tyson og sagði það hafa verið heiður að mæta honum. Tyson tjáði sig síðan á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi. Hann segir að þetta hafi verið ein af þeim stundum þar sem maður vinnur þrátt fyrir að tapa. „Ég er þakklátur fyrir gærkvöldið. Engin eftirsjá að hafa farið inn í hringinn í síðasta skiptið,“ skrifar Tyson og kemur síðan inn á veikindin sem urðu til þess að fresta þurfti bardaganum í sumar. This is one of those situations when you lost but still won. I’m grateful for last night. No regrets to get in ring one last time. I almost died in June. Had 8 blood transfusions. Lost half my blood and 25lbs in hospital and had to fight to get healthy to fight so I won. To…— Mike Tyson (@MikeTyson) November 16, 2024 „Ég dó næstum því í júní. Ég fékk 8 blóðgjafir, missti helminginn af blóðinu og 11 kíló á sjúkrahúsi. Ég þurfti að berjast fyrir því að ná heilsu til að geta barist.“ Tyson segir að þetta hafi verið augnablik sem enginn getur ætlast til að upplifa. „Að börnin mín hafi séð mig standa andspænis og klára átta lotur gegn hæfileikaríkum hnefaleikmanni sem er helmingi yngri en ég. Fyrir framan troðfullan leikvang Dallas Cowboys. Það er reynsla sem enginn hefur rétt á að biðja um.“
Box Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Sjá meira