Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 14:49 Óskar Bjarni Óskarsson er einn mesti Valsmaður sem fyrirfinnst og vill félagi sínu allt það besta. vísir/Anton „Ég taldi þetta best fyrir Val,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson sem hættir sem aðalþjálfari karlaliðs Vals í handbolta næsta sumar, í þriðja sinn á ferlinum. Hann vill einnig geta fylgt sonum sínum betur eftir í atvinnumennsku erlendis. Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira