Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 13:48 Skrifstofa Alþingis hefur sent frá sér tölfræði yfir afgreiðslu mála á 155. löggjafarþingi sem lauk í gær. Vísir/Einar Alls voru 17 lagafrumvörp og tvær þingsályktanir samþykktar á Alþingi á nýliðnum þingvetri sem hófst 10. september og lauk í gær. Það er ekki nema lítið brot af þeim málum sem lágu fyrir þinginu, en alls lágu fyrir 151 frumvörp og 111 þingsályktunartillögur. Þingfundadagar voru hins vegar aðeins 23 enda var stjórnarsamstarfi slitið og boðað til kosninga fyrr en gert var ráð fyrir. Alls voru 337 þingmál til meðferðar hjá Alþingi og prentuð þingskjöl 416. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er tekin saman tölfræði vegna 155. löggjafarþings sem lauk í gær. Þar kemur fram að alls fóru fram 27 þingfundir og stóðu þeir samanlagt í 84,5 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var þrjár klukkustundir, lengsti fundurinn stóð í tæpar 10,5 klukkustundir en það mál sem fékk hvað mesta umræðu voru fjárlög 2025 sem rædd voru í rúmar 19 klukkustundir. Meðal þeirra mála sem afgreidd voru sem lög frá Alþingi voru frumvörp um breytingar á kosningalögum og útlendingalögum, brottfall laga um Bankasýslu ríkisins, auk fjögurra frumvarpa sem varða stuðning vegna náttúruhamfara í Grindavík, að ógleymdum fjárlögum og fjáraukalögum svo fátt eitt sé nefnt. Lista yfir þau lög sem samþykkt voru á tímabilinu má nálgast hér. Þá voru lagðar fram fimm skriflegar skýrslur og beiðni um fjórar, tvær til ráðherra og tvær til ríkisendurskoðanda. „Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 66. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru sex og var engri svarað en ein kölluð aftur og tvær felldar niður vegna ráðherraskipta. 60 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 16 þeirra svarað og 11 felldar niður vegna ráðherraskipta. 33 skriflegar fyrirspurnir biðu svars er þingi var frestað,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alls var 28 óundirbúnum fyrirspurnum beint til ráðherra og sérstakar umræður voru þrjár. Þá höfðu verið haldnir alls 86 fundir hjá fastanefndum þingsins þegar þingi var frestað í gær. Uppfært kl. 14:25: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að engum fyrirspurnum hafi verið svarað á tímabilinu. Hið rétta er að sextán fyrirspurnum var svarað skriflega, en hins vegar var engum munnlegum fyrirspurnum svarað.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira