Andleg heilsa er dauðans alvara Matthías Bragi Ölvisson skrifar 19. nóvember 2024 20:02 Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf. Sársaukinn sem fráfall hans olli svíður enn, sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hægt hefði verið að gera til að koma í veg fyrir að hrakandi andleg heilsa hans, sem var flestum falin, myndi taka hann úr lífi okkar allra. Fyrir okkur sem hafa upplifað slíkan sársauka er það ljóst að mikilvægt er að bregðast hratt við vísbendingum um andlega erfiðleika með virkum og áhrifaríkum lausnum. Viðreisn vill tryggja fólki aðgengi að lífsnauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahagi. Árið 2020 náði Viðreisn í gegn frumvarpi sem gaf stjórnvöldum heimild til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sérstakur samningur var gerður 2023 sem gerir sálfræðingum kleift að veita niðurgreidda þjónustu fyrir börn og unglinga með tilteknar geðraskanir, sem og fullorðna með einkenni kvíða og þunglyndis. Viðreisn vil beita sér fyrir auknu fjármagni í málaflokkinn til að jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu snýst ekki bara um að gera hana fjárhagslega aðgengilega heldur snýst hún einnig um það að tekist sé á við andleg veikindi af alvöru. Með niðurgreiðslu verður til áríðandi viðurkenning á mikilvægi þess að bregðast við veikindum sem þögn hefur oft ríkt um. Með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu vekjum við athygli á alvarleika andlegra veikinda og gerum þeim jafn hátt undir höfði og sýnilegri veikinda. Þörfin er mikil því fólk sem tekst á við andleg veikindi getur upplifað neikvæðar tilfinningar tengt þeim og fundið fyrir þörf á því að leyna sinni raunverulegu líðan. Ef það ástand stendur yfir í lengri tíma getur neikvæðnin yfirtekið líðan viðkomandi með hræðilegum afleiðingum eins og þeim sem æskuvinur minn varð fyrir. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu veldur því að innan kerfis verði andleg veikindi metin til jafns við önnur lífshættuleg veikindi. Með því eru lögð á vogarskálarnar áríðandi skilaboð sem geta bjargað mannslífum. Breytum þessu. Höfundur er í þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Geðheilbrigði Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Sjá meira
Fyrir tveimur árum síðan urðu fjölskylda, nánustu vinir og samfélag í kringum æskuvin minn fyrir skelfilegum atburði. Flestum að óvörum tók hann sitt eigið líf. Sársaukinn sem fráfall hans olli svíður enn, sérstaklega þegar ég hugsa til þess hvað hægt hefði verið að gera til að koma í veg fyrir að hrakandi andleg heilsa hans, sem var flestum falin, myndi taka hann úr lífi okkar allra. Fyrir okkur sem hafa upplifað slíkan sársauka er það ljóst að mikilvægt er að bregðast hratt við vísbendingum um andlega erfiðleika með virkum og áhrifaríkum lausnum. Viðreisn vill tryggja fólki aðgengi að lífsnauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu óháð efnahagi. Árið 2020 náði Viðreisn í gegn frumvarpi sem gaf stjórnvöldum heimild til að niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Sérstakur samningur var gerður 2023 sem gerir sálfræðingum kleift að veita niðurgreidda þjónustu fyrir börn og unglinga með tilteknar geðraskanir, sem og fullorðna með einkenni kvíða og þunglyndis. Viðreisn vil beita sér fyrir auknu fjármagni í málaflokkinn til að jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu snýst ekki bara um að gera hana fjárhagslega aðgengilega heldur snýst hún einnig um það að tekist sé á við andleg veikindi af alvöru. Með niðurgreiðslu verður til áríðandi viðurkenning á mikilvægi þess að bregðast við veikindum sem þögn hefur oft ríkt um. Með niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu vekjum við athygli á alvarleika andlegra veikinda og gerum þeim jafn hátt undir höfði og sýnilegri veikinda. Þörfin er mikil því fólk sem tekst á við andleg veikindi getur upplifað neikvæðar tilfinningar tengt þeim og fundið fyrir þörf á því að leyna sinni raunverulegu líðan. Ef það ástand stendur yfir í lengri tíma getur neikvæðnin yfirtekið líðan viðkomandi með hræðilegum afleiðingum eins og þeim sem æskuvinur minn varð fyrir. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu veldur því að innan kerfis verði andleg veikindi metin til jafns við önnur lífshættuleg veikindi. Með því eru lögð á vogarskálarnar áríðandi skilaboð sem geta bjargað mannslífum. Breytum þessu. Höfundur er í þriðja sæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s. 552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s. 552-2218.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar