„Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2024 15:27 Nýi landsliðsbúningurinn. hsí Búningasamningur HSÍ við Adidas er sá langstærsti sem sambandið hefur gert. Þetta segir framkvæmdastjóri HSÍ. Ekki liggur enn fyrir hvar og hvenær verður hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna en ólíkt fyrri samningum er ekki jafn nauðsynlegt fyrir HSÍ fjárhagslega að treyjan seljist sem mest. Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn. Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Í dag var greint frá því að íslensku handboltalandsliðin myndu leika í treyjum frá Adidas næstu fjögur árin. Í síðustu viku lauk tuttugu ára samstarfi HSÍ og Kempa. Landsliðsþjálfarar og starfsmenn HSÍ voru klæddir í fatnað frá Adidas þegar hópur kvennalandsliðsins fyrir EM var kynntur í síðustu viku en þá var ekkert minnst á samstarf við þýska íþróttavöruframleiðandann. En í dag var loks staðfest að Adidas og HSÍ væru komin í samstarf. Róbert Geir Gíslason segir að það komi von bráðar í ljós hvar og hvenær verði hægt að kaupa nýju landsliðstreyjuna. „Það er í fullum undirbúningi eins og staðan er. Við vonum að við getum tilkynnt í næstu viku hvar hún fæst. Við leggjum gríðarlega áherslu á að hún fari sem fyrst í sölu og sem víðast,“ sagði Róbert í samtali við Vísi. „Ólíkt því sem hefur verið erum við ekki einkasöluaðili að treyjunni heldur er Adidas fyrst og fremst söluaðilinn. Vonandi fer hún í sölu sem víðast.“ En er fjárhagslega mikilvægt fyrir HSÍ að treyjan fari í sölu sem fyrst? „Nei, það er bara mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á treyjuna okkar sem við erum stoltir af og fyrir aðdáendur okkar. Ólíkt fyrri samningum er ekki það ekki úrslitaatriði fjárhagslega fyrir okkur að hún seljist sem mest en það er að sjálfsögðu von okkar. Það er munur á eðli samningsins,“ sagði Róbert. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er ánægður með samninginn við Adidas.vísir/arnar Að hans sögn hefur samningaferlið tekið marga mánuði og verið flókið. Fleiri kostir en Adidas voru í stöðunni. „Vissulega. Það var mikill áhugi hjá búningaframleiðendum að semja við okkur, bæði hjá öðrum aðilum og Kempa sem sýndi mikinn áhuga á að halda samstarfinu áfram. En niðurstaða okkar var að semja við Adidas,“ sagði Róbert en forráðamenn HSÍ eru afar ánægðir með nýja samninginn. „Samningurinn við Adidas er mjög góður fyrir sambandið á alla kanta og langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert frá upphafi. Það er fagnaðarefni að jafn stórt fyrirtæki og Adidas sýni okkur þennan áhuga.“ Nýi búningurinn verður frumsýndur þegar kvennalandsliðið mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum á föstudaginn og sunnudaginn.
Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta HSÍ Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn