Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2024 19:02 Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Heilbrigðismál Réttindi barna ADHD Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Skoðun Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Sjá meira
Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum. Við foreldrar vitum að öll lífsins verkefni verða smávægileg í samanburði við það þegar börnin okkar lenda í vanda eða veikindum. Þegar það gerist viljum við gera allt til að tryggja vellíðan og góða heilsu barnanna okkar og við viljum að þau fái aðgang að fyrsta flokks þjónustu án tafar. Þó að margt sé vel gert í heilbrigðiskerfinu á Íslandi þá er það því miður þannig að víða um land og á hinum ýmsu sviðum heilbrigðiskerfisins er aðgengi að þjónustu ekki nægilega gott og biðlistar of langir. Eitt dæmi um þetta eru biðlistar eftir ADHD greiningum barna. Oftast er það þannig að ítrekaðar uppákomur og fullreynd úrræði innan skólakerfisins eru undanfari þess að börn fara í greiningarferli. Fyrsta skrefið í því ferli er að fara í frumgreiningu en bið eftir henni getur tekið allt að tvö ár. Ef niðurstaða frumgreiningar bendir til ADHD er viðkomandi barni vísað til Geðheilsumiðstöðvar barna. Á Geðheilsumiðstöð fer fram ítarlegt greiningarferli og ef barnið er greint með ADHD hefur það kost á að hitta lækni sem tekur ákvörðun um lyfjagjöf en þetta ferli tekur að meðaltali tvö ár vegna biðlista. Ferlið í heild sinni getur því tekið allt að fjögur ár og samkvæmt fréttum eru biðlistar að lengjast en ekki styttast. 48 mánuðir eru langur tími í lífi barns og getur þessi tími haft afdrifarík áhrif á líðan, námsframvindu og vinamyndun. Mörg börn með ADHD þrífast vel án lyfja og með skýrum stuðningi ná þau tökum á hegðun sinni og árangri í skólanum. Önnur börn geta þróað með sér kvíða og skólaforðun eða lent í miklum árekstrum við samnemendur og kennara. Lyfjagjöf getur reynst þessum börnum vel þar sem þau ná stjórn á tilfinningum sínum, hegðun og hvatvísi, ná að halda utan um verkefni sín og eiga auðveldara með samskipti og vinamyndun. Foreldrar sem eiga hundruði þúsunda til að kaupa sig fram fyrir röðina geta leitað beint á einkastofu sem framkvæmir greiningarferlið og viðtal við lækni á skemmri tíma en þar er einnig talsverður biðlisti. Þetta getur ekki verið sú framtíðarsýn sem við höfum fyrir Ísland? Öll börn eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og við eigum að tryggja skjóta og góða þjónustu sama hvaðan þú kemur eða hversu sterkt bakland þú hefur. Við í Samfylkingunni viljum stíga Örugg skref í heilbrigðismálum, bæta starfsaðstæður og fjölga fagfólki til að stytta biðlista og tryggja að börnin okkar fái þann stuðning sem þau þurfa. Það er réttlætismál barna og foreldra en einnig forvarnarmál því með réttum stuðningi á réttum tíma fyrirbyggjum við áskoranir í framtíðinni og tryggjum farsæld barnanna okkar. Börn eiga ekki að bíða. Höfundur er þriggja barna faðir og frambjóðandi í 2. sæti fyrir Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun