Karfan.is vakti athygli á þessu en þetta er staðfest á félagaskiptasíðu KKÍ sem og samfélagsmiðlum Körfuboltadeildar Knattspyrnufélags Vesturbæjar.
Guðmundur er þegar löglegur með félaginu og næsti leikur er á móti Skallagrími á morgun. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport.
Það þekkja margir hinn 26 ára gamla Guðmundur Emil en þó ekki fyrir tilþrif hans inn á körfuboltavellinum.
Karfan segir frá því að Guðmundur hafi vakið athygli fyrir frumlega nálgun sína að andlegri og líkamlegri heilsu síðustu misseri, ekki síst í gegnum átak sitt Víkingar vakna.
Falur Harðarson er þjálfari KV og nú er að sjá hvort hann verði með Guðmund Emil í hópnum annað kvöld.
Nýliðarnir úr Vesturbænum fóru upp um deild alveg eins og hitt körfuboltaliðið í Frostaskjóli.
KR fór upp í Bónus deildina en KV upp í 1. deildina. Bæði Vesturbæjarliðin eru því nýliðar og hafa bitið frá sér í upphafi tímabilsins.
KV hefur unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum sem skilar liðinu í sjötta sæti deildarinnar. Friðrik Anton Jónsson er stigahæsti leikmaður liðsins með 23,2 stig í leik en Arnór Hermannsson, yngri bróðir Martins, er með 15,2 stig og 6,8 stoðsendingar í leik.