Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 08:17 Hugverkaiðnaður er sú atvinnugrein sem er í mestri sókn hér á landi. Stórkostlegar framfarir hafa orðið á fáum árum innan geirans og vöxtur hennar verið stöðugur. Fyrir tilstilli ríkisstjórna með framtíðarsýn hefur hér verið hlúð að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja þannig að eftir því er tekið. Ef allt gengur eftir mun greinin skapa um 320 milljarða í útflutningstekjur á árinu og hefur hún þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Aukin umsvif skapa skilyrði fyrir enn betri lífskjör á Íslandi. Tækifæri í nýjum útflutningsiðnaði hafa skapað verðmæt og eftirsóknarverð störf, en starfsfólk í tækni- og hugverkagreinum hér á landi telja nú hátt í 18.000. Þessi störf eru að öllu jöfnu hálaunastörf þar sem framleiðni, þ.e. sköpuð verðmæti á hverja vinnustund, er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðni og lífskjör þjóða eru náskyld fyrirbæri og ef rétt verður á málum haldið er hugverkaiðnaðurinn einungis að slíta barnsskónum. Stærstu skrefin og mesti vöxturinn eru nefnilega fram undan og þá er mikið undir að ekki tapist þau sóknarfæri sem búið er að fjárfesta svo ríkulega í. Mikilvægasti liðurinn í því að sækja fram á sviði hugverkaiðnaðar eru skattahvatar vegna rannsókna og þróunar. Þannig styður ríkið við og stuðlar að áframhaldandi vexti útflutningstekna til framtíðar á sviði nýsköpunar, hugverka og tækni. Jákvæðir hvatar og hófleg skattheimta eru undirstöður fyrir þá miklu fjárfestingu sem hefur átt sér stað í vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Auðvelt er að auka tekjur ríkissjóðs með rauðum pennastrikum og hærri sköttum á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fjórða stoð hugverkaiðnaðar er sú sem hraðast vex. Ég kalla hins vegar eftir stjórnmálamönnum sem hafa langtíma framtíðarsýn fyrir Ísland; eru til í að leggjast á árarnar til að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi innlendra fyrirtækja í kvikum heimi þar sem samkeppnin er þvert á landamæri. Tækifærin til að efla efnahag Íslands felast í því að einfalt sé fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að setja á fót fyrirtæki og að regluverk sé einfalt og gott og eftirlit skilvirkt – að það laði að innlenda og erlenda fjárfestingu frekar en að leggja stein í götu hennar. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott en það þarf að skapa hér stöðugleika og fyrirsjáanleika svo hægt sé að þróa lausnir til framtíðar og sækja tækifærin. Um þetta allt mun ég hugsa þegar ég stíg inn í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi og vonandi landsmenn allir. Því við í hugverkaiðnaði erum bara rétt að byrja – til hagsbóta fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma og varaformaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Nýsköpun Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður er sú atvinnugrein sem er í mestri sókn hér á landi. Stórkostlegar framfarir hafa orðið á fáum árum innan geirans og vöxtur hennar verið stöðugur. Fyrir tilstilli ríkisstjórna með framtíðarsýn hefur hér verið hlúð að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja þannig að eftir því er tekið. Ef allt gengur eftir mun greinin skapa um 320 milljarða í útflutningstekjur á árinu og hefur hún þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Aukin umsvif skapa skilyrði fyrir enn betri lífskjör á Íslandi. Tækifæri í nýjum útflutningsiðnaði hafa skapað verðmæt og eftirsóknarverð störf, en starfsfólk í tækni- og hugverkagreinum hér á landi telja nú hátt í 18.000. Þessi störf eru að öllu jöfnu hálaunastörf þar sem framleiðni, þ.e. sköpuð verðmæti á hverja vinnustund, er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðni og lífskjör þjóða eru náskyld fyrirbæri og ef rétt verður á málum haldið er hugverkaiðnaðurinn einungis að slíta barnsskónum. Stærstu skrefin og mesti vöxturinn eru nefnilega fram undan og þá er mikið undir að ekki tapist þau sóknarfæri sem búið er að fjárfesta svo ríkulega í. Mikilvægasti liðurinn í því að sækja fram á sviði hugverkaiðnaðar eru skattahvatar vegna rannsókna og þróunar. Þannig styður ríkið við og stuðlar að áframhaldandi vexti útflutningstekna til framtíðar á sviði nýsköpunar, hugverka og tækni. Jákvæðir hvatar og hófleg skattheimta eru undirstöður fyrir þá miklu fjárfestingu sem hefur átt sér stað í vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Auðvelt er að auka tekjur ríkissjóðs með rauðum pennastrikum og hærri sköttum á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fjórða stoð hugverkaiðnaðar er sú sem hraðast vex. Ég kalla hins vegar eftir stjórnmálamönnum sem hafa langtíma framtíðarsýn fyrir Ísland; eru til í að leggjast á árarnar til að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi innlendra fyrirtækja í kvikum heimi þar sem samkeppnin er þvert á landamæri. Tækifærin til að efla efnahag Íslands felast í því að einfalt sé fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að setja á fót fyrirtæki og að regluverk sé einfalt og gott og eftirlit skilvirkt – að það laði að innlenda og erlenda fjárfestingu frekar en að leggja stein í götu hennar. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott en það þarf að skapa hér stöðugleika og fyrirsjáanleika svo hægt sé að þróa lausnir til framtíðar og sækja tækifærin. Um þetta allt mun ég hugsa þegar ég stíg inn í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi og vonandi landsmenn allir. Því við í hugverkaiðnaði erum bara rétt að byrja – til hagsbóta fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma og varaformaður Samtaka iðnaðarins
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun