Erlent

Høiby í vikulangt gæslu­varð­hald

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Høiby er stjúpsonur Hákonar, norska krónprinsins. 
Høiby er stjúpsonur Hákonar, norska krónprinsins.  EPA

Héraðsdómur Óslór hefur úrskurðað Marius Borg Høiby í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið gegn konum. Hann er ákærður fyrir tvær nauðganir.

Greint var frá því í dag að ákæruvaldið hefði farið fram á að Høiby sæti í gæsluvarðhaldi í tvær vikur til að koma í veg fyrir að Høiby ætti við sönnunargögn. 

Auk vikulangs gæsluvarðhalds eru Høiby óheimilar heimsóknir og bréfsendingar. 

Høiby var handtekinn á mánudagskvöld í tengslum við rannsókn á nauðgun sem honum er gefið að sök að hafa framið í mars síðastliðnum. Eftir handtökuna hóf lögregla rannsókn á annarri nauðgun í máli hans en frekari upplýsingar um hana liggja ekki fyrir. 

Sjá einnig: Fara fram á tveggja vikna gæslu­varð­hald yfir stjúpsyninum

Høiby hefur neitað allri sök. Øyvind Bratlien, réttargæslumaður hans, saði ákærurnar „hamfarakennt dómgreindarleysi af hálfu saksóknara“. 

„Dómurinn hefði átt að vera þrjóskari, en þetta sýnir að hann er gagnrýninn á það sem fyrir liggur. Ein vika er talsvert skárri en tvær. Við teljum þetta lofa góðu,“ sagði Bratlien við blaðamann VG eftir að dómur var kveðinn upp fyrr í kvöld. 


Tengdar fréttir

Stjúpsonur norska prinsins handtekinn um helgina

Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×