„Þurftu að þora að vera til“ Kári Mímisson skrifar 20. nóvember 2024 22:05 Friðrik Ingi Rúnarsson og stelpurnar hans í Keflavík lönduðu naumun sigri á móti nýliðunum í kvöld. Vísir/Diego Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld. „Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik. Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik.
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira