Innlent

Eld­gos er hafið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Eldgos hófst í kvöld við Sundhnúksgígaröðina.
Eldgos hófst í kvöld við Sundhnúksgígaröðina. Aðsend

Aukin jarðskjálftavirkni mældist við Sundhnúksgígaröðina á milli 22 og 23 í kvöld. Eldgos hófst klukkan 23:14. Búið er að virkja samhæfingarmiðstöð almannavarna. 

„Á milli tíu og ellefu fór af stað smáskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Við höfum líka fengið merki um breytingar á þrýstingi við borholum við Svartsengi,“ segir Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu.

Hann segir að búið sé að virkja allt viðbragð hjá Veðurstofunni og þau séu búin að upplýsa almannavarnir um þessar nýjustu vendingar.

Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna segir að búið sé að virkja samhæfingarmiðstöð. Það sé nú unnið að því að komast að því hvar gjósi nákvæmlega og hvert gosið rennur. 

Að neðan má sjá myndir frá lesendum af gosinu. 

Gosið sést vel.Eyrún Jóhannsdóttir
Gosbjarminn.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×