LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 07:30 Það er ekki útilokað að LeBron James njóti lífsins mun betur án samfélagsmiðla. Getty/Wally Skalij Körfuboltagoðsögnin LeBron James tilkynnti óvænt í gærkvöld að hann væri farinn í hlé frá samfélagsmiðlum, og vísaði í gagnrýni á „neikvæða“ umræðu í bandarískum fjölmiðlum. James er með um 212 milljónir fylgjenda samanlagt á Instagram og Twitter. Fylgjendur hans munu um ótiltekinn tíma ekki sjá nýjar færslur frá þessum 39 ára gamla leikmanni LA Lakers, sem í haust komst enn á ný í sögubækurnar þegar hann spilaði með syni sínum í NBA-deildinni. James sagðist svo sem ekki mikið um það af hverju hann hefði nú tekið sér hlé, heldur deildi hann færslu frá Rich Kleiman sem lengi hefur verið umboðsmaður Kevins Durant. Í þeirri færslu er sett út á umfjöllun um íþróttir í bandarískum miðlum: „Með allt þetta hatur og neikvæðni í heiminum í dag þá skil ég ekki að sumir af íþróttamiðlunum hér í landi telji best að fjalla um íþróttir út frá neikvæðum sjónarhornum. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust,“ stóð í færslu Kleiman. AMEN!! @richkleiman 🫡 pic.twitter.com/OZr9e1CVbY— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 „AMEN!!“ skrifaði James þegar hann deildi færslunni og hann fylgdi því svo eftir með tilkynningu um að hann væri búinn að skrá sig út af samfélagsmiðlum: „Að þessu sögðu þá bið ég að heilsa ykkur öllum! Farinn út af samfélagsmiðlum í bili. Farið vel með ykkur,“ skrifaði James. And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. James hafði gefið í skyn óánægju með gagnrýni fjölmiðla eftir sigur Lakers gegn Utah Jass í fyrrakvöld, þar sem nýliði Los Angeles, Dalton Knecht, skoraði 37 stig. James hrósaði Knecht og sagðist hafa verið meðvitaður um hæfileika hans eftir að hafa fylgst með honum spila fyrir Tennessee í menntaskóla. „Allir á internetinu eru alltaf að kalla mig lygara. Þeir segja að ég ljúgi til um allt. Hvað er ég þá núna? Ég var búinn að segja þetta. Ég fylgdist með honum. Ég fylgdist vel með Tennessee,“ sagði James. NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira
James er með um 212 milljónir fylgjenda samanlagt á Instagram og Twitter. Fylgjendur hans munu um ótiltekinn tíma ekki sjá nýjar færslur frá þessum 39 ára gamla leikmanni LA Lakers, sem í haust komst enn á ný í sögubækurnar þegar hann spilaði með syni sínum í NBA-deildinni. James sagðist svo sem ekki mikið um það af hverju hann hefði nú tekið sér hlé, heldur deildi hann færslu frá Rich Kleiman sem lengi hefur verið umboðsmaður Kevins Durant. Í þeirri færslu er sett út á umfjöllun um íþróttir í bandarískum miðlum: „Með allt þetta hatur og neikvæðni í heiminum í dag þá skil ég ekki að sumir af íþróttamiðlunum hér í landi telji best að fjalla um íþróttir út frá neikvæðum sjónarhornum. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust,“ stóð í færslu Kleiman. AMEN!! @richkleiman 🫡 pic.twitter.com/OZr9e1CVbY— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 „AMEN!!“ skrifaði James þegar hann deildi færslunni og hann fylgdi því svo eftir með tilkynningu um að hann væri búinn að skrá sig út af samfélagsmiðlum: „Að þessu sögðu þá bið ég að heilsa ykkur öllum! Farinn út af samfélagsmiðlum í bili. Farið vel með ykkur,“ skrifaði James. And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. James hafði gefið í skyn óánægju með gagnrýni fjölmiðla eftir sigur Lakers gegn Utah Jass í fyrrakvöld, þar sem nýliði Los Angeles, Dalton Knecht, skoraði 37 stig. James hrósaði Knecht og sagðist hafa verið meðvitaður um hæfileika hans eftir að hafa fylgst með honum spila fyrir Tennessee í menntaskóla. „Allir á internetinu eru alltaf að kalla mig lygara. Þeir segja að ég ljúgi til um allt. Hvað er ég þá núna? Ég var búinn að segja þetta. Ég fylgdist með honum. Ég fylgdist vel með Tennessee,“ sagði James.
NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Fleiri fréttir Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Sjá meira