Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 10:52 Skjáskot af upptöku úr vefmyndavél í Dnipro-borg. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda. Þessari eldflaug er sagt hafa verið skotið frá Astrakhan í Rússlandi, nærri Kaspíahafi. ICBM eldflaugar (Langdrægar skotflaugar) virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar geta þær sleppt mörgum sprengjuoddum sem eru svo hannaðir til að finna skotmörk sín og granda þeim. Að þessu sinni virðist sem nokkrir sprengjuoddar hafi verið í eldflauginni, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að auk umræddrar eldflaugar hafi Rússar skotið sjö stýriflaugum en sex þeirra hafi verið skotnar niður. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem eiga að sýna árásina í nótt. Hvað sprengjuoddarnir hittu hefur ekki verið staðfest, enn sem komið er. New footage shows a wider view of the impacts in Dnipro this morning. pic.twitter.com/LCyAggFS8y— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) November 21, 2024 ABC News hefur þó eftir ónefndum bandarískum embættismanni að svo virðist sem að ekki hafi verið um svokallaða ICBM eldflaug að ræða og þess í stað hefðbundna skotflaug. ❗ Сьогодні вночі росіяни, як заявили у @KpsZSU, вперше вдарили по Україні міжконтинентальною балістичною ракетою середньої дальності. На відео зафіксований ранок 21 листопада у Дніпрі. pic.twitter.com/DR5bLyzbHC— Повернись живим (@BackAndAlive) November 21, 2024 Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússland, neitaði að tjá sig um árásina í morgun og vísaði til varnarmálaráðuneytis Rússlands, sem hefur ekkert sagt. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, fékk símtali á miðjum blaðamannafundi í morgun, þar sem henni var sagt að tjá sig ekki um eldflaugaárásina, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. Maria Zakharova, Russia's foreign ministry spokeswoman, takes a phone call in the middle of her presser telling her not to comment on Russia's strike on Ukraine with an intercontinental ballistic missile.The caller appears to say the target was the Yuzhmash factory in Dnipro pic.twitter.com/1KBXPaa2bF— max seddon (@maxseddon) November 21, 2024 Sérfræðingar hafa dregið í efa að um hefðbundna ICBM-eldflaug sé að ræða. Þær séu bæði ónákvæmar til árása sem þessara og mjög kostnaðarsamar í framleiðslu. Árásin kemur í kjölfar þess að bakhjarlar Úkraínumanna hafa veitt leyfi til að nota vestrænar eldflaugar til árása í Rússlandi. Í gær var breskum Storm Shadow eldflaugum skotið að stjórnstöð rússneska hersins í Kúrsk-héraði og þar áður var bandarískum ATACMS skotið að birgðastöð hersins í Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Þessari eldflaug er sagt hafa verið skotið frá Astrakhan í Rússlandi, nærri Kaspíahafi. ICBM eldflaugar (Langdrægar skotflaugar) virka þannig að þeim er skotið hátt á loft og þar geta þær sleppt mörgum sprengjuoddum sem eru svo hannaðir til að finna skotmörk sín og granda þeim. Að þessu sinni virðist sem nokkrir sprengjuoddar hafi verið í eldflauginni, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Í yfirlýsingu frá flugher Úkraínu segir að auk umræddrar eldflaugar hafi Rússar skotið sjö stýriflaugum en sex þeirra hafi verið skotnar niður. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem eiga að sýna árásina í nótt. Hvað sprengjuoddarnir hittu hefur ekki verið staðfest, enn sem komið er. New footage shows a wider view of the impacts in Dnipro this morning. pic.twitter.com/LCyAggFS8y— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) November 21, 2024 ABC News hefur þó eftir ónefndum bandarískum embættismanni að svo virðist sem að ekki hafi verið um svokallaða ICBM eldflaug að ræða og þess í stað hefðbundna skotflaug. ❗ Сьогодні вночі росіяни, як заявили у @KpsZSU, вперше вдарили по Україні міжконтинентальною балістичною ракетою середньої дальності. На відео зафіксований ранок 21 листопада у Дніпрі. pic.twitter.com/DR5bLyzbHC— Повернись живим (@BackAndAlive) November 21, 2024 Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússland, neitaði að tjá sig um árásina í morgun og vísaði til varnarmálaráðuneytis Rússlands, sem hefur ekkert sagt. María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, fékk símtali á miðjum blaðamannafundi í morgun, þar sem henni var sagt að tjá sig ekki um eldflaugaárásina, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. Maria Zakharova, Russia's foreign ministry spokeswoman, takes a phone call in the middle of her presser telling her not to comment on Russia's strike on Ukraine with an intercontinental ballistic missile.The caller appears to say the target was the Yuzhmash factory in Dnipro pic.twitter.com/1KBXPaa2bF— max seddon (@maxseddon) November 21, 2024 Sérfræðingar hafa dregið í efa að um hefðbundna ICBM-eldflaug sé að ræða. Þær séu bæði ónákvæmar til árása sem þessara og mjög kostnaðarsamar í framleiðslu. Árásin kemur í kjölfar þess að bakhjarlar Úkraínumanna hafa veitt leyfi til að nota vestrænar eldflaugar til árása í Rússlandi. Í gær var breskum Storm Shadow eldflaugum skotið að stjórnstöð rússneska hersins í Kúrsk-héraði og þar áður var bandarískum ATACMS skotið að birgðastöð hersins í Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22 Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38
Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Forseti Úkraínu segir bandamenn ekki mega óttast að ganga lengra í stuðningi þeirra og varnir gegn innrás Rússa sem nú hefur staðið yfir í þúsund daga. Allar tilslakanir væru vatn á myllu Rússlandsforseta sem yrði ekki stoppaður öðruvísi en með valdi. 19. nóvember 2024 19:22
Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Í dag eru þúsund dagar liðnir frá allsherjar innrás Rússa í Úkraínu hinn 24. febrúar 2022. Milljónir manna hafa flúið landið og talið er að fimm milljónir íbúa landsins búi við fæðuskort. Helmingur allra orkuinnviða landsins hefur verið eyðilagður í árásum Rússa. 19. nóvember 2024 11:51