„Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 14:32 Tryggvi í baráttunni í leik Íslands við Tyrkland. Serhat Cagdas/Anadolu Agency via Getty Images Tryggvi Snær Hlinason er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Ítalíu í undankeppni EuroBasket á næsta ári. Liðin mætast í Laugardalshöll í kvöld. Tryggvi leikur með liði Bilbao á Spáni en hann skipti til liðsins á síðasta ári frá Zaragoza. Hann nýtur sín vel í Baskalandi. „Það gengur ágætlega í deildinni til þessa. Við erum svo sem búnir að tapa nokkrum leikjum núna í röð en fyrir utan það er þetta bara gott. Bilbao er næs og liðið gott,“ segir Tryggvi og bætir við: „Það gengur vel, persónlega sérstaklega. Þetta hafi verið 3-4 leikir sem við höfum misst frá okkur. Leiki sem maður ætti að vinna en missum frá okkur í lokin. Það er leiðinlegt en ég treysti á að við höldum áfram að róa í sömu átt og vinnum fleiri leiki.“ Tryggvi verður með landsliðinu sem mætir Ítalíu í höllinni í kvöld. Strákarnir þekkja ágætlega til enda unnu þeir frækinn sigur á Ítölum í Ólafssal fyrir örfáum árum og svipað ítalskt lið sem mætir til leiks í kvöld. „Við vitum alveg hverju við eigum að búast við. En Ítalirnir að einhverju leyti þekkja okkur líka og við gerum ráð fyrir að þeir mæti brjálaðir hérna eftir síðasta leik hér heima,“ segir Tryggvi. Klippa: „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ísland er með þrjú stig eftir sigur á Ungverjum og naumt tap fyrir Tyrkjum ytra í fyrstu tveimur leikjum riðilsins í mars. Þrjú lið af fjórum fara á EM á næsta ári og Tryggvi segir tíma kominn til, enda Ísland verið nærri stórmótasæti síðustu ár, en ekki komist á lokamót frá 2017. „Það eru náttúrulega bara tveir leikir búnir og liðin á svipuðum stað. Þetta var mjög grátlegt þarna í Tyrklandi, að tapa svona stórum leik úti. Svona er bara körfuboltinn, þetta er bæði fallegt og leiðinlegt. En það er bara gott að spila aftur við Ítalina hérna heima,“ „Ég held það sé löngu kominn tími til að fara á EuroBasket. Ég held það séu sjö eða átta ár síðan við fórum síðast og það er löngu kominn tími til að fara aftur,“ segir Tryggvi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Tryggvi leikur með liði Bilbao á Spáni en hann skipti til liðsins á síðasta ári frá Zaragoza. Hann nýtur sín vel í Baskalandi. „Það gengur ágætlega í deildinni til þessa. Við erum svo sem búnir að tapa nokkrum leikjum núna í röð en fyrir utan það er þetta bara gott. Bilbao er næs og liðið gott,“ segir Tryggvi og bætir við: „Það gengur vel, persónlega sérstaklega. Þetta hafi verið 3-4 leikir sem við höfum misst frá okkur. Leiki sem maður ætti að vinna en missum frá okkur í lokin. Það er leiðinlegt en ég treysti á að við höldum áfram að róa í sömu átt og vinnum fleiri leiki.“ Tryggvi verður með landsliðinu sem mætir Ítalíu í höllinni í kvöld. Strákarnir þekkja ágætlega til enda unnu þeir frækinn sigur á Ítölum í Ólafssal fyrir örfáum árum og svipað ítalskt lið sem mætir til leiks í kvöld. „Við vitum alveg hverju við eigum að búast við. En Ítalirnir að einhverju leyti þekkja okkur líka og við gerum ráð fyrir að þeir mæti brjálaðir hérna eftir síðasta leik hér heima,“ segir Tryggvi. Klippa: „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ísland er með þrjú stig eftir sigur á Ungverjum og naumt tap fyrir Tyrkjum ytra í fyrstu tveimur leikjum riðilsins í mars. Þrjú lið af fjórum fara á EM á næsta ári og Tryggvi segir tíma kominn til, enda Ísland verið nærri stórmótasæti síðustu ár, en ekki komist á lokamót frá 2017. „Það eru náttúrulega bara tveir leikir búnir og liðin á svipuðum stað. Þetta var mjög grátlegt þarna í Tyrklandi, að tapa svona stórum leik úti. Svona er bara körfuboltinn, þetta er bæði fallegt og leiðinlegt. En það er bara gott að spila aftur við Ítalina hérna heima,“ „Ég held það sé löngu kominn tími til að fara á EuroBasket. Ég held það séu sjö eða átta ár síðan við fórum síðast og það er löngu kominn tími til að fara aftur,“ segir Tryggvi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46
Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33