Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 16:03 Craig Pedersen. Ísland. Körfubolti. Vísir/Sigurjón Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hlakkar til leiks Íslands við Ítalíu í undankeppni EM 2025 í Laugardalshöll í kvöld. Hann segir andann góðan í íslenska hópnum. „Ég finn strax að æfingarnar sem við tókum í sumar hjálpa til. Við erum snöggir að komast á sömu blaðsíðu, sem er yfirleitt staðan, en maður finnur að það er bæting hvað það varðar. Leikmennirnir eru snöggir að tengjast vel í spilamennskunni, liðsheildin er til staðar og andinn góður,“ segir Pedersen í samtali við Stöð 2 en íslenska liðið hefur ekki spilað leiki frá því í mars. Klippa: Strákarnir klárir í slaginn Martin Hermannsson tekur ekki þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ítölum vegna meiðsla. Pedersen vonast til að aðrir stígi upp í hans fjarveru. „Við höfum reynt að gefa mönnum sem spila minna mínútur og bygja upp þeirra reynslu svo þeir séu klárir þegar svona lagað kemur upp. Ég held við séum með menn sem eru tilbúnir að stíga upp. Það væri gott að hafa Martin en með svona gerist og vonandi stíga þeir upp,“ segir Pedersen. Ítalía er með fjögur stig eftir sigra á Ungverjum og Tyrkjum í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland eru með þrjú stig eftir sigur á þeim ungversku og naumt eins stigs tap fyrir Tyrkjum. Fram undan eru leikir heima og heiman við Ítali, sá fyrri í höllinni í kvöld og sá síðari ytra á mánudag. Pedersen segir að Ísland muni mæta tveimur mismunandi ítölskum liðum í leikjunum tveimur. „Manni skilst að EuroLeague leikmennirnir spili leikinn á Ítalíu. Þó við séum að spila við sama landið er eins og við séum að spila við tvö mismunandi lið. Þetta er því ekki alveg þetta klassíska einvígi heima og heiman. Þetta verður áhugavert. Við vonandi getum klárað okkar mál heima fyrir áður en við förum út,“ segir Pedersen. Ísland og Ítalía mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30 Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
„Ég finn strax að æfingarnar sem við tókum í sumar hjálpa til. Við erum snöggir að komast á sömu blaðsíðu, sem er yfirleitt staðan, en maður finnur að það er bæting hvað það varðar. Leikmennirnir eru snöggir að tengjast vel í spilamennskunni, liðsheildin er til staðar og andinn góður,“ segir Pedersen í samtali við Stöð 2 en íslenska liðið hefur ekki spilað leiki frá því í mars. Klippa: Strákarnir klárir í slaginn Martin Hermannsson tekur ekki þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ítölum vegna meiðsla. Pedersen vonast til að aðrir stígi upp í hans fjarveru. „Við höfum reynt að gefa mönnum sem spila minna mínútur og bygja upp þeirra reynslu svo þeir séu klárir þegar svona lagað kemur upp. Ég held við séum með menn sem eru tilbúnir að stíga upp. Það væri gott að hafa Martin en með svona gerist og vonandi stíga þeir upp,“ segir Pedersen. Ítalía er með fjögur stig eftir sigra á Ungverjum og Tyrkjum í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland eru með þrjú stig eftir sigur á þeim ungversku og naumt eins stigs tap fyrir Tyrkjum. Fram undan eru leikir heima og heiman við Ítali, sá fyrri í höllinni í kvöld og sá síðari ytra á mánudag. Pedersen segir að Ísland muni mæta tveimur mismunandi ítölskum liðum í leikjunum tveimur. „Manni skilst að EuroLeague leikmennirnir spili leikinn á Ítalíu. Þó við séum að spila við sama landið er eins og við séum að spila við tvö mismunandi lið. Þetta er því ekki alveg þetta klassíska einvígi heima og heiman. Þetta verður áhugavert. Við vonandi getum klárað okkar mál heima fyrir áður en við förum út,“ segir Pedersen. Ísland og Ítalía mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30 Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30
Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46
Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33