Handbolti

Aftur eins marks tap en nú tekur EM við

Sindri Sverrisson skrifar
EM-hópur Íslands heldur brátt til Innsbruck þar sem liðið mætir Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu í riðlakeppni EM.
EM-hópur Íslands heldur brátt til Innsbruck þar sem liðið mætir Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu í riðlakeppni EM. HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta varð aftur að sætta sig við eins marks tap, nú 29-28, gegn Sviss á heimavelli Svisslendinga í dag.

Sviss vann einnig með eins marks mun á föstudaginn en sá sigur hefði í rauninni ekki getað verið tæpari því sekúndubrotum munaði að Íslandi tækist að jafna metin.

Í dag var Ísland líka með yfirhöndina drjúgan hluta leiksins og komust stelpurnar okkar til að mynda í 7-3 og 12-9 í hálfleik. Ísland var svo tveimur mörkum yfir, 22-20, þegar korter var til leiksloka, samkvæmt lauslegri leiklýsingu HSÍ, en missti Svisslendinga fram úr sér á lokakaflanum.

Til stóð að sýna frá leiknum á YouTube-rás HSÍ en Svisslendingar stöðvuðu það og vildu frekar að leikurinn færi fram án þess að sýnt væri frá honum, en einnig var um að ræða síðasta leik þeirra fyrir EM.

Ísland byrjar Evrópumótið á föstudaginn þegar liðið mætir Hollandi í Innsbruck. Vísir og Stöð 2 verða á staðnum og flytja fréttir af mótinu á hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×