Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2024 09:22 Calin Georgescu háði sína baráttu að mestu á TikToko. Vísir/AP Þjóðernissinninn Calin Georgescu leiðir óvænt eftir fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu. Georgescu er hægrisinnaður og styður Rússland. Eftir að 96 prósent atkvæða hafa verið talin leiðir Georgescu með 22 prósent allra atkvæða. Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins. Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Helsti andstæður hans, Evrópusinninn Marcel Ciolacu er með 20 prósent atkvæða. Ciolacu er forsætisráðherra landsins. Kjörsókn var um 51 prósent sem er svipað og í síðustu kosningum fyrir fimm árum. Í frétt BBC um kosningarnar segir að sigur Georgescu sé nokkuð óvæntur. Hann hafi engan flokk að baki sér og hafi háð sína kosningabaráttu að mestu á samfélagsmiðlinum TikTok. Í annarri umferð forsetakosninganna munu þeir tveir því takast á. Í fréttinni segir að það setji milljónir Rúmena sem kusu annan frambjóðanda í mikinn vanda. Fólk geti annað hvort stutt Ciolacu og þannig við áframhaldandi vegferð hans að Evrópu og vestrænum gildum eða Georgescu sem talar fyrir fullveldi og sjálfstæði Rúmeníu. Georgescu hefur talað fyrir því að binda enda á það sem hann kallar undirlægjuhátt við Evrópusambandið og Nató, og þá sérstaklega í sambandi við stuðning þeirra við Úkraínu. Niðurstöður liggja fyrir síðar í dag Niðurstöður úr fyrri atkvæðagreiðslunni munu liggja fyrir síðar í dag en enn á eftir að telja einhver atkvæði frá Búkarest og frá þeim sem kusu erlendis frá. Í frétt BBC segir að frambjóðendur hafi í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á hærri framfærslukostnað og að í Rúmeníu sé hæsta hlutfall þeirra sem eru í hættu á að búa við fátækt í Evrópu. Skoðanakannanir bentu til þess í gær að Ciolacu myndi taka forystu í fyrri hluta kosninganna og að Elena Lasconi myndi vera í öðru sæti. Í frétt BBC segir að hún sé á miðju og til hægri. Hún sé eins og er, miðað við talningu, í þriðja sæti með 18 prósent atkvæða og George Simion í því fjórða. Hlutverk forseta Rúmeníu að mestu táknrænt en í frétt BBC segir að hann hafi þó töluverð áhrif á til dæmis utanríkisstefnu landsins.
Rúmenía Úkraína Evrópusambandið NATO Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira