Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 08:32 Fylgi flokka hefur verið á reiki undanfarnar vikur og mánuði, samkvæmt skoðanakönnunum, en einn flokkur hefur fengið mikinn byr í seglin undanfarið og mig langar að beina sjónum að honum: Viðreisn. Viðreisn segist ætla að tækla málin, lækka vexti, lækka verðbólgu, laga ríkisfjármálin… bara koma þessu öllu í lag. Viðreisn er svona Sjálfstæðisflokkur fyrir fólk sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða í það minnsta vill gefa honum frí. Öll ábyrgðartilfinningin sem fylgir því að kjósa borgaralegan flokk en ekkert af farangrinum. Engin blár þungi, bara appelsínugulur léttleiki með Jóni Gnarr og Toggu K. Margir á miðju til hægri væng stjórnmálanna treysta núna Viðreisn, en flestir þessir kjósendur vilja kjósa borgaralegan flokk vegna þess að þeir vilja borgaralega ríkisstjórn með sambærileg gildi að leiðarljósi. Staðreyndin er sú að slík ríkisstjórn mun ekki raungerast undir forystu Viðreisnar. Atkvæði greitt til Viðreisnar er atkvæði greitt til Samfylkingarinnar. Þ.e.a.s. til vinstristjórnarsamstarfs Viðreisnar, Samfylkingar og annara flokka. Reykjavíkurmódelið fyrir landið allt. “Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð,” stendur skýrum stöfum á vefsíðu Viðreisnar. Þetta skýtur skökku við enda bera Viðreisn og Samfylkingin sameiginlega ábyrgð á lóðaskortsstefnunni í Reykjavík. Við munum uppskera eins ef þau komast í ríkisstjórn, nema nú ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Það má segja að flokkurinn sé að toppa á nákvæmlega réttum tíma, og þegar maður er að toppa er best að hrófla ekki við því sem vel gengur. Þess vegna heyrist minna og minna í umræðu viðreisnarfólks um sitt grundvallarmálefni: Evrópusambandið. Það má ekki misskiljast. Viðreisn og Samfylkingin munu gera allt í sínu valdi til að mynda saman ríkisstjórn, rétt eins og í Reykjavík, og þegar samstarfið er innsiglað mun dulda kjarnamálefnið þeirra beggja koma aftur á yfirborðið. Viðreisn og Samfylking munu koma Íslandi inn í Evrópusambandið, ef við gefum þeim tækifæri til, og ef við förum inn þá komumst við aldrei út. Höfundur er formaður Heimdallar og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Júlíus Viggó Ólafsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fylgi flokka hefur verið á reiki undanfarnar vikur og mánuði, samkvæmt skoðanakönnunum, en einn flokkur hefur fengið mikinn byr í seglin undanfarið og mig langar að beina sjónum að honum: Viðreisn. Viðreisn segist ætla að tækla málin, lækka vexti, lækka verðbólgu, laga ríkisfjármálin… bara koma þessu öllu í lag. Viðreisn er svona Sjálfstæðisflokkur fyrir fólk sem vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða í það minnsta vill gefa honum frí. Öll ábyrgðartilfinningin sem fylgir því að kjósa borgaralegan flokk en ekkert af farangrinum. Engin blár þungi, bara appelsínugulur léttleiki með Jóni Gnarr og Toggu K. Margir á miðju til hægri væng stjórnmálanna treysta núna Viðreisn, en flestir þessir kjósendur vilja kjósa borgaralegan flokk vegna þess að þeir vilja borgaralega ríkisstjórn með sambærileg gildi að leiðarljósi. Staðreyndin er sú að slík ríkisstjórn mun ekki raungerast undir forystu Viðreisnar. Atkvæði greitt til Viðreisnar er atkvæði greitt til Samfylkingarinnar. Þ.e.a.s. til vinstristjórnarsamstarfs Viðreisnar, Samfylkingar og annara flokka. Reykjavíkurmódelið fyrir landið allt. “Við verðum að tryggja að ungt fólk geti keypt sér íbúð,” stendur skýrum stöfum á vefsíðu Viðreisnar. Þetta skýtur skökku við enda bera Viðreisn og Samfylkingin sameiginlega ábyrgð á lóðaskortsstefnunni í Reykjavík. Við munum uppskera eins ef þau komast í ríkisstjórn, nema nú ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Það má segja að flokkurinn sé að toppa á nákvæmlega réttum tíma, og þegar maður er að toppa er best að hrófla ekki við því sem vel gengur. Þess vegna heyrist minna og minna í umræðu viðreisnarfólks um sitt grundvallarmálefni: Evrópusambandið. Það má ekki misskiljast. Viðreisn og Samfylkingin munu gera allt í sínu valdi til að mynda saman ríkisstjórn, rétt eins og í Reykjavík, og þegar samstarfið er innsiglað mun dulda kjarnamálefnið þeirra beggja koma aftur á yfirborðið. Viðreisn og Samfylking munu koma Íslandi inn í Evrópusambandið, ef við gefum þeim tækifæri til, og ef við förum inn þá komumst við aldrei út. Höfundur er formaður Heimdallar og skipar 7. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun