Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. nóvember 2024 07:02 Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi. Í dag eru til staðar samningar um niðurgreiðslu raforkukostnaðar við gróðurhúsarækt, en þeir samningar duga ekki til að niðurgreiða nema hluta af þeim kostnaði sem gróðurhúsabændur verða fyrir vegna lýsingar og hitunar gróðurhúsa. Við í Flokki fólksins höfum lengi barist fyrir því að gróðurhúsabændur fái raforku-, hita- og flutningskostnað niðurgreiddan, svo að þeirra framleiðsla verði öflugri og neytendum bjóðist fyrsta flokks grænmeti á sanngjörnu verði. Jafnvel mætti hugsa sér að Ísland gæti einn daginn orðið útflutningsþjóð grænmetis ef við styðjum við gróðurhúsarækt með þessum hætti. Því miður er staðan þannig í dag að gróðurhúsin okkar greiða meira fyrir sína orku en álverin. Þetta teljum við í Flokki fólksins í hrópandi ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Nýverið bárust fréttir af því að grænmeti gæti hækkað um 12% næstu áramót þar sem orkukostnaðurinn mun hækka um fjórðung. Þetta er sökum orkuskortsins sem fráfarandi ríkisstjórn algjörlega mistókst að koma í veg fyrir. Ef Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn þá viljum við tryggja að hér verði hægt að rækta grænmeti í gróðurhúsum með okkar grænni orku og að neytendur fái að kaupa íslenskt grænmeti á góðu verði. Við viljum að gróðurhúsin fái niðurgreidda raforku og við viljum að orkan fari til þeirra en ekki til gagnavera og rafmyntagraftrar. Forgangsröðum fyrir fólkið fyrst! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Landbúnaður Orkumál Matvælaframleiðsla Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi. Í dag eru til staðar samningar um niðurgreiðslu raforkukostnaðar við gróðurhúsarækt, en þeir samningar duga ekki til að niðurgreiða nema hluta af þeim kostnaði sem gróðurhúsabændur verða fyrir vegna lýsingar og hitunar gróðurhúsa. Við í Flokki fólksins höfum lengi barist fyrir því að gróðurhúsabændur fái raforku-, hita- og flutningskostnað niðurgreiddan, svo að þeirra framleiðsla verði öflugri og neytendum bjóðist fyrsta flokks grænmeti á sanngjörnu verði. Jafnvel mætti hugsa sér að Ísland gæti einn daginn orðið útflutningsþjóð grænmetis ef við styðjum við gróðurhúsarækt með þessum hætti. Því miður er staðan þannig í dag að gróðurhúsin okkar greiða meira fyrir sína orku en álverin. Þetta teljum við í Flokki fólksins í hrópandi ósamræmi við hagsmuni þjóðarinnar. Nýverið bárust fréttir af því að grænmeti gæti hækkað um 12% næstu áramót þar sem orkukostnaðurinn mun hækka um fjórðung. Þetta er sökum orkuskortsins sem fráfarandi ríkisstjórn algjörlega mistókst að koma í veg fyrir. Ef Flokkur fólksins kemst í ríkisstjórn þá viljum við tryggja að hér verði hægt að rækta grænmeti í gróðurhúsum með okkar grænni orku og að neytendur fái að kaupa íslenskt grænmeti á góðu verði. Við viljum að gróðurhúsin fái niðurgreidda raforku og við viljum að orkan fari til þeirra en ekki til gagnavera og rafmyntagraftrar. Forgangsröðum fyrir fólkið fyrst! Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar