Handbolti

Haukar með mikil­vægan sigur í Mos­fells­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukar sóttu sigur í Mosfellsbæ.
Haukar sóttu sigur í Mosfellsbæ. Vísir/Anton Brink

Haukar unnu góðan og nokkuð óvæntan sigur í Mosfellsbæ þegar þeir sóttu Aftureldingu heim í Olís-deild karla í handbolta.

Leikur kvöldsins var jafn framan af en gestirnir úr Hafnafirði leiddu með einu marki í hálfleik, staðan þá 13-14. Þeir reyndust svo áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu þriggja marka sigur, lokatölur 26-29.

Birgir Steinn Jónsson var markahæstur í liði Aftureldingar með 9 mörk á meðan Einar Baldvin Baldvinsson varði 14 skot í marki Mosfellinga. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur í liði Hauka með 7 mörk á meðan Aron Rafn Eðvarðsson (6) og Vilius Rasimas (2) vörðu 8 skot í markinu.

Afturelding er áfram í 2. sæti Olís-deildarinnar með 17 stig á meðan Haukar eru með 14 stig í 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×