Körfubolti

Botnliðið fær lands­liðs­mann

Sindri Sverrisson skrifar
Steven Verplancken fór á kostum með liði Los Prados í Dóminíska lýðveldinu en er nú mættur í Hafnarfjörð.
Steven Verplancken fór á kostum með liði Los Prados í Dóminíska lýðveldinu en er nú mættur í Hafnarfjörð. Instagram/@stevenv_jr

Haukar virðast ætla að svara fyrir sig í botnbaráttu Bónus-deildar karla í körfubolta og hafa nú kynnt til leiks nýjan leikmann.

Haukar hafa enn ekki unnið sigur eftir sjö umferðir af deildinni en þeir mæta Njarðvík annað kvöld, í fyrsta leik eftir hlé vegna landsleikja.

Nýi maðurinn þeirra, hinn 24 ára gamli bakvörður Steven Verplancken, spilaði einmitt nýverið sína fyrstu landsleiki, fyrir Dóminíska lýðveldið.

Verplancken, sem er einnig með belgískt vegabréf, var samkvæmt tilkynningu Hauka valinn nýliði ársins í Dóminíska lýðveldinu og í fimm manna úrvalslið deildarinnar þar í landi.

Hann lék þar með liði Los Prados og var með 43% nýtingu utan þriggja stiga línunnar, skoraði 19,5 stig að meðaltali, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Áður lék hann með Weber State háskólanum í Bandaríkjunum en leiktíðin með Haukum verður hans fyrsta í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×