Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar 28. nóvember 2024 15:13 Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. En það er auðvelt fyrir talsmenn fyrirtækis að vera sannfærandi þegar þeir tala við óbreytta borgara sem fá jafnframt ekki að hlýða á samskonar kynningu sérfræðinga ríkisstofnana sem hafa gagnrýnt fyrirætlanir fyrirtækisins. Umhverfisáhrifafullyrðingar hafa víst verið gagnrýndar og það af ríkisstofnunum Við sem sóttum fundinn erum sennilega fæst verkfræðingar, jarðfræðingar eða vistfræðingar. Þegar Børge Wigum verkfræðingur Heidelbegs fullyrti t.d. að ásakanir um grænþvott Heidelbergsverkefnisins væru aldrei rökstuddar trúðu örugglega margir fundargesta honum. En hefðu þeir gert það ef þeir hefðu vitað hversu mikið sérfræðingar (og borgarar) hafa gagnrýnt fullyrðingar Heidelbergs um minnkaða kolefnislosun? Þá gagnrýni er að finna í umsögnum og skýrslum í Skipulagsgátt. Hægt er að lesa þá gagnrýni t.d. hér (bls. 3, 8–9, 12–15, 26–27, 29–30, 38–39), hér (bls. 10), hér (bls. 6–7, 16, 20, 29–30, 32–35, 39, 40–41) og hér (bls. 2). Vill Wigum meina að allt þetta séu engin rök og að sér í lagi ríkisstofnanir viti bara ekkert hvað þær eru að tala um? Ríkisstofnanir eru reknar til að annast hagsmuni Íslendinga. Það er hinsvegar hvorki tilgangur né leiðarljós Heidelbergs, þrátt fyrir umhverfisverðlaun sem Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök fyrirtækja, veittu fyrirtækinu Hornsteini og Þorsteinn vildi sýna okkur mynd af í gær. Með þessu er ekki verið að segja eitthvað ljótt heldur einfaldlega bent á staðreyndir: Heidelberg er ekki náttúruverndarsamtök eða góðgerðarstarfsemi heldur hagnaðardrifið fyrirtæki sem vill opna sífleiri verksmiðjur. Af hverju ættu Ölfusingar þá að treysta framsetningu Heidelbergs frekar en umsögnum eigin ríkisstofnana? Fyrir tæpum þremur árum gerði Eden Mining samning við Kirkju aðventista um námur trúfélagsins í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þegar samningurinn var kynntur fyrir okkur félagsmönnum beið ég eftir því að íslenskir vísindamenn myndu afhjúpa grænþvottinn fyrir landsmönnum. Þegar ég las umhverfismatsgögnin og hve hart ríkisstofnanir gagnrýndu kolefnisspörunarfullyrðingar Eden Mining og Heidelbergs vonaðist ég eftir því að slíkir sérfræðingar myndu stíga fram opinberlega og útskýra fyrir almenningi gagnrýnina á aðgengilegan hátt eða að sveitarfélagið myndi halda fundi til að kynna hlið umsagnaraðila. Ekkert slíkt átti sér stað. Þess í stað hefur risastórt fyrirtæki fengið stýra opinberri umræðu í Ölfusi að miklu leyti með einhliða íbúafundum. Nú naga ég mig, óbreyttur borgari, í handarbökin fyrir að hafa ekki þrælað mér í gegnum allar umsagnirnar betur og fyrr – þá hefði ég kannski af veikum mætti getað gert það sem aðrir geta betur en gerðu ekki. Ég bæti úr því of seint hér með því að líta á nokkur atriði sem komu ekki fram á íbúafundinum í gær en fundargestir hefðu þurft að heyra. Meint jákvæð umhverfisáhrif verksmiðju ekki sett í raunsamhengi Meginuppistaðan í steypu er hinn mengandi sementsklinker og reynt hefur verið að minnka notkun hans með því að nota íauka að hluta til í staðinn. Algengasti íaukinn er flugaska (aukaafurð kolabrennslu) og hægt er að láta hana vera um 10–25% af innihaldi steypu. Ætlun Heidelbergs er að nota móberg sem íauka í stað flugösku til að minnka kolefnislosun. Íaukar breyta steypuframleiðslu og innihaldi hennar hinsvegar sáralítið. Svokölluð umhverfisvænni steypa er því miður eins og að bera fyrir sig höndina þegar það rignir: hún er ekki stórtæk lausn þegar það kemur að loftslagsvandanum. Auðvitað er steypuframleiðsla nauðsynleg þrátt fyrir mengunina sem hún veldur, en það breytir ekki þeirri staðreynd að steypuframleiðendur eru stórmengunarvaldar en ekki grænar bjargvættir þó að þeir reyni af besta megni að nota smá af íauka á móti klinker. Fólk hlær kannski að þeirri hugmynd að ef það á að laga mengunarvanda steypu yfirhöfuð þurfi að gera miklu róttækari breytingar. En hversu oft hefur ekki verið hlegið að draumum um ófædda tækni sem síðar varð að veruleika? Hláturinn hjaðnar líka þegar maður setur umhverfisvænni steypu Heidelbergs á vogarskálarnar. Árlega eru framleiddir 40 milljarðar tonna af steypu í heiminum. (Svör EFLU/Eden Mining við umsögnum um umhverfismatsskýrslu, bls. 5.) Verksmiðjan við Þorlákshöfn myndi framleiða 1,5 milljón tonna á ári af móbergi. Ef móbergsíaukinn nýtist sem 10–25% steypu þá getur Heidelberg gert um 6 til 15 milljónir tonna af umhverfisvænni steypu á ári. Þetta næmi 0,0002% til 0,0004% árlegrar steypuframleiðslu á heimsvísu. Þegar Þorsteinn talaði um áhyggjur fólks af eyðileggingu hrygningarstöðva sagði hann að aðeins prósentubroti svæðisins yrði raskað og að sú tala skipti engu máli. Ef sú litla prósentutala skiptir ekki máli, á þá mat Þorsteins ekki líka við um þá umhverfisvænni steypu sem Heidelberg vill framleiða með íslensku móbergi? Áttuðu fundargestir sig á því hversu litlu verksmiðjan breytir fyrir steypuframleiðslu í heiminum? Framkvæmdaraðilar hafa prísað verkefnið og sagt að það muni hafa jákvæð áhrif á heimsbyggðina. Endurspegla slíkar staðhæfingar áhrif verkefnisins í samræmi við stærð þess? Gert lítið úr fórnarkostnaði og öðrum valmöguleikum Á íbúafundinum í gær var tekið fram að móberg og sér í lagi íslenskt móberg væri besti íaukinn í stað flugösku fyrir Heidelberg í Evrópu. Framkvæmdaraðilar hafa ennfremur fullyrt að sá fórnarkostnaður sem fylgir verksmiðjunni fyrir íslenska náttúru sé nauðsynlegur. Í einni skýrslu þeirra stendur t.d.: „Hversu lengi getum við ætlast til þess að allar aðrar þjóðir fórni sinni náttúru fyrir okkur án þess að leggja neitt á móti?“ (Svör EFLU/Eden Mining við umsögnum um matsáætlun, bls. 8.) En ef móbergsíauki (og þá sérstaklega íslenskur) er raunveruleg lausn og eitt fell er nauðsynlegur fórnarkostnaður fyrir nokkrar milljónir tonna af umhverfisvænni steypu, ætti Ísland þá ekki að beita sér almennilega til að bæta fyrir meintar mengunarsyndir sínar og opna margar verksmiðjur og nýta miklu meira móberg? Þegar augum er rennt yfir móbergskort Íslands blasir hálendið okkar við, þar sem margar helstu náttúruperlur landsins er að finna. Hjartað spyr: hverju ætti að fórna næst? Hugurinn reiknar: hvað væri yfirhöfuð hægt að auka móbergstökuna á Íslandi að miklu ráði? Ef gera ætti alla steypu heimsins umhverfisvænni með móbergsíauka sem næmi um 25% steypunnnar, þá þyrfti um 10 milljarða móbergstonna á ári eða um 5 milljarða rúmmetra (5 rúmkílómetra). Þetta gígantíska magn samsvarar um 300 Litlu-Sandfellum á ári. Íslenskt móberg er því augljóslega ekki raunhæf lausn á þeim mengunarvanda sem felst í framleiðslu á steypu. Spurningin er því ekki hvort Heidelberg-steypa verði raunverulega umhverfisvænni með móbergsíauka. Þegar til heildarmyndarinnar er litið skiptir það einfaldlega ekki máli. Spurningin er frekar hvort að fórnarkostnaðurinn fyrir íslenska náttúru og samfélag sé þess virði fyrir þetta sandkorn af umhverfisvænni steypu sem verksmiðjan myndi búa til íauka fyrir. Á undanförnum áratugum hefur ferðamannaþjónusta orðið mikilvægur þáttur í atvinnulífi á Íslandi. Ein aðalástæða þess að Ísland hefur orðið svona vinsæll áfangastaður er ekki aðeins sú að íslenskt landslag er ólíkt því sem fólk er vant heldur að íslensk náttúra er ósnortin. Stóriðja, þó að hún sé rekin til að minnka kolefnislosun, spillir náttúru með námuvinnslu, skemmir þar með sérstöðu íslenskrar náttúru og þá auðlind sem hún er íslensku þjóðinni. Á íbúafundinum í gær kom það fram að það væri skylda okkar Íslendinga að taka þátt í heimsátakinu gegn loftslagsvánni. En hver ákvað að Heidelberg ætti að leggja Íslendingum línurnar í því hvernig væri best að gera það? Ísland er ekki stórmengunaraðili í heiminum þegar það kemur að steypuframleiðslu og steypunotkun. Við erum 400 þúsund manns. Í sumum löndum kallast slíkur fjöldi ekki einusinni almennilega stór borg. Við hljótum því að skulda heiminum í samræmi við smæð okkar. Og hver sagði að besta framlag Íslands í kolefnisspörun væri umhverfisvænni steypa? Steypa er valdur að um 8% kolefnislosunar af mannavöldum. Í allri umræðunni um verksmiðjuna hefur verið skautað framhjá því hvað veldur hinum 92 prósentunum og hvort framlag Íslendinga til minni mengunar ætti ekki aðallega að liggja í því að taka við þá þætti. Væri það ekki betra? Til hvers að takast á við minnihluta vandans og það á þann hátt að það raskar íslenskri náttúru á óafturkræfan hátt ef það breytir sáralitlu fyrir heiminn en miklu fyrir Ölfusinga? Höfundur er guðfræðingur og meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista sem gert hefur saminga við Eden Mining um efnissölu til Heidelberg. Jón Hjörleifur og fleiri félagar í söfnuðinum hafa kært stjórnina vegna þeirra samninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. En það er auðvelt fyrir talsmenn fyrirtækis að vera sannfærandi þegar þeir tala við óbreytta borgara sem fá jafnframt ekki að hlýða á samskonar kynningu sérfræðinga ríkisstofnana sem hafa gagnrýnt fyrirætlanir fyrirtækisins. Umhverfisáhrifafullyrðingar hafa víst verið gagnrýndar og það af ríkisstofnunum Við sem sóttum fundinn erum sennilega fæst verkfræðingar, jarðfræðingar eða vistfræðingar. Þegar Børge Wigum verkfræðingur Heidelbegs fullyrti t.d. að ásakanir um grænþvott Heidelbergsverkefnisins væru aldrei rökstuddar trúðu örugglega margir fundargesta honum. En hefðu þeir gert það ef þeir hefðu vitað hversu mikið sérfræðingar (og borgarar) hafa gagnrýnt fullyrðingar Heidelbergs um minnkaða kolefnislosun? Þá gagnrýni er að finna í umsögnum og skýrslum í Skipulagsgátt. Hægt er að lesa þá gagnrýni t.d. hér (bls. 3, 8–9, 12–15, 26–27, 29–30, 38–39), hér (bls. 10), hér (bls. 6–7, 16, 20, 29–30, 32–35, 39, 40–41) og hér (bls. 2). Vill Wigum meina að allt þetta séu engin rök og að sér í lagi ríkisstofnanir viti bara ekkert hvað þær eru að tala um? Ríkisstofnanir eru reknar til að annast hagsmuni Íslendinga. Það er hinsvegar hvorki tilgangur né leiðarljós Heidelbergs, þrátt fyrir umhverfisverðlaun sem Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök fyrirtækja, veittu fyrirtækinu Hornsteini og Þorsteinn vildi sýna okkur mynd af í gær. Með þessu er ekki verið að segja eitthvað ljótt heldur einfaldlega bent á staðreyndir: Heidelberg er ekki náttúruverndarsamtök eða góðgerðarstarfsemi heldur hagnaðardrifið fyrirtæki sem vill opna sífleiri verksmiðjur. Af hverju ættu Ölfusingar þá að treysta framsetningu Heidelbergs frekar en umsögnum eigin ríkisstofnana? Fyrir tæpum þremur árum gerði Eden Mining samning við Kirkju aðventista um námur trúfélagsins í Litla-Sandfelli og Lambafelli. Þegar samningurinn var kynntur fyrir okkur félagsmönnum beið ég eftir því að íslenskir vísindamenn myndu afhjúpa grænþvottinn fyrir landsmönnum. Þegar ég las umhverfismatsgögnin og hve hart ríkisstofnanir gagnrýndu kolefnisspörunarfullyrðingar Eden Mining og Heidelbergs vonaðist ég eftir því að slíkir sérfræðingar myndu stíga fram opinberlega og útskýra fyrir almenningi gagnrýnina á aðgengilegan hátt eða að sveitarfélagið myndi halda fundi til að kynna hlið umsagnaraðila. Ekkert slíkt átti sér stað. Þess í stað hefur risastórt fyrirtæki fengið stýra opinberri umræðu í Ölfusi að miklu leyti með einhliða íbúafundum. Nú naga ég mig, óbreyttur borgari, í handarbökin fyrir að hafa ekki þrælað mér í gegnum allar umsagnirnar betur og fyrr – þá hefði ég kannski af veikum mætti getað gert það sem aðrir geta betur en gerðu ekki. Ég bæti úr því of seint hér með því að líta á nokkur atriði sem komu ekki fram á íbúafundinum í gær en fundargestir hefðu þurft að heyra. Meint jákvæð umhverfisáhrif verksmiðju ekki sett í raunsamhengi Meginuppistaðan í steypu er hinn mengandi sementsklinker og reynt hefur verið að minnka notkun hans með því að nota íauka að hluta til í staðinn. Algengasti íaukinn er flugaska (aukaafurð kolabrennslu) og hægt er að láta hana vera um 10–25% af innihaldi steypu. Ætlun Heidelbergs er að nota móberg sem íauka í stað flugösku til að minnka kolefnislosun. Íaukar breyta steypuframleiðslu og innihaldi hennar hinsvegar sáralítið. Svokölluð umhverfisvænni steypa er því miður eins og að bera fyrir sig höndina þegar það rignir: hún er ekki stórtæk lausn þegar það kemur að loftslagsvandanum. Auðvitað er steypuframleiðsla nauðsynleg þrátt fyrir mengunina sem hún veldur, en það breytir ekki þeirri staðreynd að steypuframleiðendur eru stórmengunarvaldar en ekki grænar bjargvættir þó að þeir reyni af besta megni að nota smá af íauka á móti klinker. Fólk hlær kannski að þeirri hugmynd að ef það á að laga mengunarvanda steypu yfirhöfuð þurfi að gera miklu róttækari breytingar. En hversu oft hefur ekki verið hlegið að draumum um ófædda tækni sem síðar varð að veruleika? Hláturinn hjaðnar líka þegar maður setur umhverfisvænni steypu Heidelbergs á vogarskálarnar. Árlega eru framleiddir 40 milljarðar tonna af steypu í heiminum. (Svör EFLU/Eden Mining við umsögnum um umhverfismatsskýrslu, bls. 5.) Verksmiðjan við Þorlákshöfn myndi framleiða 1,5 milljón tonna á ári af móbergi. Ef móbergsíaukinn nýtist sem 10–25% steypu þá getur Heidelberg gert um 6 til 15 milljónir tonna af umhverfisvænni steypu á ári. Þetta næmi 0,0002% til 0,0004% árlegrar steypuframleiðslu á heimsvísu. Þegar Þorsteinn talaði um áhyggjur fólks af eyðileggingu hrygningarstöðva sagði hann að aðeins prósentubroti svæðisins yrði raskað og að sú tala skipti engu máli. Ef sú litla prósentutala skiptir ekki máli, á þá mat Þorsteins ekki líka við um þá umhverfisvænni steypu sem Heidelberg vill framleiða með íslensku móbergi? Áttuðu fundargestir sig á því hversu litlu verksmiðjan breytir fyrir steypuframleiðslu í heiminum? Framkvæmdaraðilar hafa prísað verkefnið og sagt að það muni hafa jákvæð áhrif á heimsbyggðina. Endurspegla slíkar staðhæfingar áhrif verkefnisins í samræmi við stærð þess? Gert lítið úr fórnarkostnaði og öðrum valmöguleikum Á íbúafundinum í gær var tekið fram að móberg og sér í lagi íslenskt móberg væri besti íaukinn í stað flugösku fyrir Heidelberg í Evrópu. Framkvæmdaraðilar hafa ennfremur fullyrt að sá fórnarkostnaður sem fylgir verksmiðjunni fyrir íslenska náttúru sé nauðsynlegur. Í einni skýrslu þeirra stendur t.d.: „Hversu lengi getum við ætlast til þess að allar aðrar þjóðir fórni sinni náttúru fyrir okkur án þess að leggja neitt á móti?“ (Svör EFLU/Eden Mining við umsögnum um matsáætlun, bls. 8.) En ef móbergsíauki (og þá sérstaklega íslenskur) er raunveruleg lausn og eitt fell er nauðsynlegur fórnarkostnaður fyrir nokkrar milljónir tonna af umhverfisvænni steypu, ætti Ísland þá ekki að beita sér almennilega til að bæta fyrir meintar mengunarsyndir sínar og opna margar verksmiðjur og nýta miklu meira móberg? Þegar augum er rennt yfir móbergskort Íslands blasir hálendið okkar við, þar sem margar helstu náttúruperlur landsins er að finna. Hjartað spyr: hverju ætti að fórna næst? Hugurinn reiknar: hvað væri yfirhöfuð hægt að auka móbergstökuna á Íslandi að miklu ráði? Ef gera ætti alla steypu heimsins umhverfisvænni með móbergsíauka sem næmi um 25% steypunnnar, þá þyrfti um 10 milljarða móbergstonna á ári eða um 5 milljarða rúmmetra (5 rúmkílómetra). Þetta gígantíska magn samsvarar um 300 Litlu-Sandfellum á ári. Íslenskt móberg er því augljóslega ekki raunhæf lausn á þeim mengunarvanda sem felst í framleiðslu á steypu. Spurningin er því ekki hvort Heidelberg-steypa verði raunverulega umhverfisvænni með móbergsíauka. Þegar til heildarmyndarinnar er litið skiptir það einfaldlega ekki máli. Spurningin er frekar hvort að fórnarkostnaðurinn fyrir íslenska náttúru og samfélag sé þess virði fyrir þetta sandkorn af umhverfisvænni steypu sem verksmiðjan myndi búa til íauka fyrir. Á undanförnum áratugum hefur ferðamannaþjónusta orðið mikilvægur þáttur í atvinnulífi á Íslandi. Ein aðalástæða þess að Ísland hefur orðið svona vinsæll áfangastaður er ekki aðeins sú að íslenskt landslag er ólíkt því sem fólk er vant heldur að íslensk náttúra er ósnortin. Stóriðja, þó að hún sé rekin til að minnka kolefnislosun, spillir náttúru með námuvinnslu, skemmir þar með sérstöðu íslenskrar náttúru og þá auðlind sem hún er íslensku þjóðinni. Á íbúafundinum í gær kom það fram að það væri skylda okkar Íslendinga að taka þátt í heimsátakinu gegn loftslagsvánni. En hver ákvað að Heidelberg ætti að leggja Íslendingum línurnar í því hvernig væri best að gera það? Ísland er ekki stórmengunaraðili í heiminum þegar það kemur að steypuframleiðslu og steypunotkun. Við erum 400 þúsund manns. Í sumum löndum kallast slíkur fjöldi ekki einusinni almennilega stór borg. Við hljótum því að skulda heiminum í samræmi við smæð okkar. Og hver sagði að besta framlag Íslands í kolefnisspörun væri umhverfisvænni steypa? Steypa er valdur að um 8% kolefnislosunar af mannavöldum. Í allri umræðunni um verksmiðjuna hefur verið skautað framhjá því hvað veldur hinum 92 prósentunum og hvort framlag Íslendinga til minni mengunar ætti ekki aðallega að liggja í því að taka við þá þætti. Væri það ekki betra? Til hvers að takast á við minnihluta vandans og það á þann hátt að það raskar íslenskri náttúru á óafturkræfan hátt ef það breytir sáralitlu fyrir heiminn en miklu fyrir Ölfusinga? Höfundur er guðfræðingur og meðlimur í Kirkju sjöunda dags aðventista sem gert hefur saminga við Eden Mining um efnissölu til Heidelberg. Jón Hjörleifur og fleiri félagar í söfnuðinum hafa kært stjórnina vegna þeirra samninga.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar