„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:04 Gular veðurviðaranir eru í gildi víða um land. Vísir/Vilhelm Veðrið getur haft áhrif á framkvæmd Alþingiskosninganna á morgun. Gular veðurviðarnarnir verða í gildi frá því í kvöld þar til á sunnudaginn á Austfjörðum. Formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að allt kapp verði lagt á að halda kjörfundi allstaðar. Ekki má telja atkvæði fyrr en öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gulum veðurviðvörunum er spáð á Austurlandi og víðar. Óvíst er hvort hægt verði að vera með kjörfundi. Hann sé þó búinn að hafa samband við alla kjörstjóra og stefna þau öll á að vera með kjörfund. Versta sviðsmyndin sé sú að fresta þurfi kjörfundi og þá yrði kosið á sunnudag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ef að kjörfundi yrði frestað yrði talningu atkvæða á öllu landinu frestað. Ekki megi byrja að telja atkvæði fyrr en að öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Líklegt að það dragist vegna færðar“ Atkvæðin fyrir Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Atkvæði frá Vopnafirði eru keyrð upp strandlengjuna. Atkvæðin frá Austurlandi er safnað saman á Egilsstöðum og flogið með þau til Akureyrar. „Það er mjög líklegt að það spillist eitthvað og dragist vegna færðar,“ segir Gestur. Oftast séu atkvæðin á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar um klukkan tvö um nótt. „Mér sýnist eins og staðan er núna að það verði ekki fyrr en á sunnudaginn, miðjan dag á sunnudag ef þessi spá gengur eftir eins og hún er,“ segir Gestur. Áhersla á að halda kjörfundi Þar sem að ekki er hægt að telja atkvæðin fyrr en að öllum kjörfundum er lokið leggur Gestur áherslu á að halda kjörfundi. „Þetta er fólk sem þekkir þessi veður og vant að ferðast innan héraðs í svoleiðis veðri,“ segir hann. Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
„Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn,“ segir Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. Gulum veðurviðvörunum er spáð á Austurlandi og víðar. Óvíst er hvort hægt verði að vera með kjörfundi. Hann sé þó búinn að hafa samband við alla kjörstjóra og stefna þau öll á að vera með kjörfund. Versta sviðsmyndin sé sú að fresta þurfi kjörfundi og þá yrði kosið á sunnudag. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir í samtali við fréttastofu að ef að kjörfundi yrði frestað yrði talningu atkvæða á öllu landinu frestað. Ekki megi byrja að telja atkvæði fyrr en að öllum kjörfundum hefur verið lokað. „Líklegt að það dragist vegna færðar“ Atkvæðin fyrir Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Atkvæði frá Vopnafirði eru keyrð upp strandlengjuna. Atkvæðin frá Austurlandi er safnað saman á Egilsstöðum og flogið með þau til Akureyrar. „Það er mjög líklegt að það spillist eitthvað og dragist vegna færðar,“ segir Gestur. Oftast séu atkvæðin á leið frá Egilsstöðum til Akureyrar um klukkan tvö um nótt. „Mér sýnist eins og staðan er núna að það verði ekki fyrr en á sunnudaginn, miðjan dag á sunnudag ef þessi spá gengur eftir eins og hún er,“ segir Gestur. Áhersla á að halda kjörfundi Þar sem að ekki er hægt að telja atkvæðin fyrr en að öllum kjörfundum er lokið leggur Gestur áherslu á að halda kjörfundi. „Þetta er fólk sem þekkir þessi veður og vant að ferðast innan héraðs í svoleiðis veðri,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2024 Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira