Handbolti

Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kíló­metra hraða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir er skotföst og það sannaði hún á móti Hollandi í gær.
Elín Klara Þorkelsdóttir er skotföst og það sannaði hún á móti Hollandi í gær. EHF

Elín Klara Þorkelsdóttir náði fastasta skoti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta á EM í gær þegar hún skoraði eitt marka sinna í 27-25 tapi á móti Hollendingum.

Þegar Elín skoraði með frábæru langskoti og kom íslenska liðinu í 9-7 í fyrri hálfleiknum þá mældist skot hennar á 101,95 km hraða.

Enginn annar leikmaður íslenska liðsins náði fastara skoti.

Næstfastasta skotið átti Andrea Jacobsen en það mældist á næstum því 96 kílómetra hraða.

Thea Imani Sturludóttir kom síðan næst með skot upp á 92,99 kílómetra hraða.

Perla Ruth Albertsdóttir tók víti íslenska liðsins og náði tveimur mjög föstum skotum þar.

  • Föstustu skot íslenska liðsins í leiknum:
  • 101,95 km - Elín Klara Þorkelsdóttir
  • 95,90 km - Andrea Jacobsen
  • 92,99 km - Thea Imani Sturludóttir
  • 86,92 km - Perla Ruth Albertsdóttir (víti)
  • 86,64 km - Perla Ruth Albertsdóttir (víti)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×