Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar 2. desember 2024 11:32 Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skautaíþróttir Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí. Báðar þessar greinar deila einu 1800 m2 svelli í Skautahöllinni í Laugardal ásamt því að opið er fyrir almenning alla virka daga og um helgar. Félagið þjónar skautaiðkendum á öllu höfuðborgarsvæðinu og víðar. Félagið fær úthlutað samtals 50 klukkustundum á viku á ís undir æfingar á þessu eina svelli sem er langt frá því að mæta þörfum félagsins. Af þessum tímum eru 20% fyrir klukkan 16 á virkum dögum og rúm 10% eftir klukkan 21 á virkum kvöldum. Þetta eru tímar sem nýtast illa og einungis standa eftir 35 góðir ístímar fyrir bæði íshokkí og listskauta til að deila fyrir alla flokka frá börnum og upp í fullorðna, frá byrjendum upp í afreksstarf. Nú er staðan orðin þannig að skortur á ístíma kemur í veg fyrir að félagið geti stækkað mikið meira. Listskautadeildin er sprungin og krakkar settir á biðlista til að eiga möguleika á því að æfa og íshokkídeildin er í vandræðum með að koma fyrir öllum flokkum nú þegar uppbyggingarstarf síðustu ára er farið að skila sér upp í eldri flokka. Íshokkídeildin nálgast þreföldun á iðkendafjölda 18 ára og yngri síðan 2017. Þörfin fyrir meiri ístíma er því gífurleg og áríðandi að bæta úr því sem allra fyrst. Árið 2021 gerði ÍBR greiningu á ístímum félagsins og var þar staðfest þessi mikla þörf. Samkvæmt greiningunni þyrfti félagið 15-20 fleiri tíma á viku bara til að uppfylla lágmarksþörfina eða 30-40% meiri ístíma. Síðan þá hefur iðkendum fjölgað mjög mikið og fleiri flokkar bæst við og þörfin því enn meiri í dag. Árið 2020 skilaði stýrihópur um stefnu í íþróttamálum forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík. Þar lenti viðbygging við Skautahöllina með æfingasvelli mjög ofarlega eða í 6. sæti. Verkefnin voru metin út frá bæði fjárhagslegum og félagslegum forsendum. Þrátt fyrir hversu brýnt verkefnið er og hversu ofarlega það lenti hefur því miðað hægt. Félagið er þakklátt fyrir það sem nú þegar hefur verið gert í Skautahöllinni en nýr LED skjár, klukka og sæti í stúku voru sett upp síðasta vetur. Síðasta sumar voru battar í kringum ísinn endurnýjaðir sem löngu voru úr sér gengnir enda upprunalegir frá því að skautasvellið var byggt sem útisvell árið 1990. En betur má ef duga skal. Aðstaða sem nútímaíþróttafólk þarf til að ná árangri eins og upphitunarsvæði og þrek- og lyftingaraðstaða er ekki til staðar í Skautahöllinni en gert er ráð fyrir því í drögum að viðbyggingu ásamt skrifstofu, veislusal, fleiri klefum, geymslum og öðru sem lyft getur starfi félagsins upp á hærra plan. Skautaíþróttir eru í dauðafæri við að festa sig almennilega í sessi í Reykjavík en félagið þarf meiri ístíma og betri aðstöðu til þess að tryggja framgang þessara frábæru íþrótta. Metnaðarfullir sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu félagsins og tryggt stöðugleika í stjórnun og þjálfun undanfarin ár en þarf nú stuðning Reykjavíkurborgar til að stækka höllina og tryggja fleiri ístíma svo skautaíþróttir geti haldið áfram að stækka og eflast í Laugardalnum. Ég skora á Reykjavíkurborg að tryggja framgang þessa mikilvæga verkefnis og ýta undir fjölbreytta flóru íþrótta þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Höfundur er grafískur hönnuður og situr í stjórn Skautafélags Reykjavíkur.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun