„Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Siggeir Ævarsson skrifar 3. desember 2024 21:27 Brynjar er laus við hækjurnar en mætti til leiks í kvöld með myndarlega spelku á hnénu Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu máttu sætta sig við nokkuð stórt tap í Keflavík í kvöld, 74-59. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en eftir að Aþenu tókst að minnka muninn í tvö stig, 57-55, hrundi leikur liðsins algerlega. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira