Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 11:12 Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson hafa starfað lengi fyrir lögregluna. Vísir Starf Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður auglýst til umsóknar. Ráðið verður í starfið tímabundið til eins árs. Á meðan umsóknarferlinu stendur munu tveir reynsluboltar hjá lögreglunni fylla í skarð Gríms. Grímur kveður lögregluna eftir 37 ára starf en hann var kjörinn á þing í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann var þriðji maður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og eftir spennandi kosninganótt varð ljóst að Grímur næði inn á þing. Grímur hefur verið áberandi sem andlit lögreglunnar í stórum sakamálum undanfarinn tæpan áratug. Með brotthvarfi hans er ljóst að það verður nýr fulltrúi lögreglu sem kemur fram fyrir hennar hönd í slíkum málum. Næstu vikur og jafnvel mánuði verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson í því hlutverki. Ásgeir Þór segir í samtali við Vísi að hann taki að sér skipulagða brotastarfsemi, ofbeldismál, fjármunabrot og kynferðisbrotamál. Stoðdeildirnar, sem einnig heyrðu undir Grím, lenda hjá Theodór. Um er að ræða tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild. Grímur Grímsson greiddi atkvæði í Hagaskóla á laugardaginn. Vísir/Sigurjón „Fyrir mér er þetta bara tækifæri til að kafa betur ofan í einn hluta embættisins sem ég hef ekki gert áður,“ segir Ásgeir Þór. Hann hlakkar til að setjast niður með nýjum yfirmanni á rannsóknarsviði en samstarfið við Grím hafi verið afar gott og farsælt. Meðal annars er horft til Ævars Pálma og Elín Agnesar þegar kemur að líklegum umsækjendum um starf Gríms. Elín Agnes Kristínardóttir og Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa leitt deildirnar undanfarnar vikur í fjarveru Gríms. Elín Agnes verið yfir skipulagðri brotastarfsemi og Ævar Pálmi yfir rannsóknum á kynferðisbrotum. Telja má líklegt að þau verði meðal umsækjenda um starfið sem er sem fyrr segir til reynslu í eitt ár. Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Grímur kveður lögregluna eftir 37 ára starf en hann var kjörinn á þing í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann var þriðji maður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og eftir spennandi kosninganótt varð ljóst að Grímur næði inn á þing. Grímur hefur verið áberandi sem andlit lögreglunnar í stórum sakamálum undanfarinn tæpan áratug. Með brotthvarfi hans er ljóst að það verður nýr fulltrúi lögreglu sem kemur fram fyrir hennar hönd í slíkum málum. Næstu vikur og jafnvel mánuði verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson í því hlutverki. Ásgeir Þór segir í samtali við Vísi að hann taki að sér skipulagða brotastarfsemi, ofbeldismál, fjármunabrot og kynferðisbrotamál. Stoðdeildirnar, sem einnig heyrðu undir Grím, lenda hjá Theodór. Um er að ræða tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild. Grímur Grímsson greiddi atkvæði í Hagaskóla á laugardaginn. Vísir/Sigurjón „Fyrir mér er þetta bara tækifæri til að kafa betur ofan í einn hluta embættisins sem ég hef ekki gert áður,“ segir Ásgeir Þór. Hann hlakkar til að setjast niður með nýjum yfirmanni á rannsóknarsviði en samstarfið við Grím hafi verið afar gott og farsælt. Meðal annars er horft til Ævars Pálma og Elín Agnesar þegar kemur að líklegum umsækjendum um starf Gríms. Elín Agnes Kristínardóttir og Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa leitt deildirnar undanfarnar vikur í fjarveru Gríms. Elín Agnes verið yfir skipulagðri brotastarfsemi og Ævar Pálmi yfir rannsóknum á kynferðisbrotum. Telja má líklegt að þau verði meðal umsækjenda um starfið sem er sem fyrr segir til reynslu í eitt ár.
Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira