Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 08:57 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Arnar Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við félaginu Virðingu, sem sagt er „gervistéttarfélag“. Félagið sé raunar svikamylla, rekin af atvinnurekendum í því skyni að skerða laun og réttindi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, þar sem segir að félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. „Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar með eyðublaðinu hér.“ Rýri verulega kjör starfsfólks Í tilkynningunni segir að SVEIT hafi á undanförnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „SVEIT reyndi í fyrstu að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.“ Í stjórn Virðingar sitji þrír einstaklingar, þar af tveir sem komi beint að rekstri veitngastaða eigendur eða stjórnarmenn. Ekki komi á óvart að þeir veitingastaðir séu á félagaskrá sveit. Þá sitji dóttir formanns SVEIT, sem skrifaði undir umræddan samning, í varastjórn Virðingar. Ekki er tekið frekar fram hver hún er. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur Virðingar við SVEIT feli í sér verulegar skerðingar á launum og réttindum starfsfólks, þar á meðal: Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00. Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%. Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%. Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður. Réttur til launa í veikindum er skertur. Tafla Eflingar sem sýnir mun á launum starfsfólks milli samnings Eflingar við SA og Virðingar við SVEIT.Efling Munu aðstoða fórnarlömb svikamyllunnar Í tilkynningunni segir að trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnumarkaðnum hafi á þriðjudag farið í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu. Einn tilgangur heimsóknanna hafi verið að vara félagsmenn við því að „vera svikin“ af SVEIT og Virðingu. „Efling mun aðstoða allt verkafólk sem eru fórnarlömb þessarar svikamyllu, óháð því hvort þau hafa skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til gervi-kjarasamnings Virðingar og SVEIT. Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim. Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa.“ Ung dóttir formanns SVEIT í stjórn Virðingar Samkvæmt vefsíðu SVEIT er stjórn samtakanna skipuð átta manns. Það eru þau Arinbjörn Þórarinsson, Birgir Örn Birgisson, Björn Árnason, Emil Helgi Lárusson, Hrefna Björk Sverrisdóttir, Skúli Gunnar Sigfússon og Eyþór Már Halldórsson. Framkvæmdastjóri er Aðalgeir Ásvaldsson. Í tilkynningu frá Eflingu segir þá að Jafet Thor Arnfjörð sé stjórnarformaður Virðingar. Hann sé sonur Sigurðar Arnfjörð Helgasonar, sem sé helmingseigandi og rekstraraðili að Edinborg Bistro á Ísafirði. Meðstjórnandi sé Jóhann Stefánsson, fyrrverandi eigandi og rekstraraðili Litlu mathallarinnar ehf. á Akureyri, sem reki Slæsuna, Kvikkí og Lemon, auk Maikai. Annar meðstjórnandi sé Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð, eigandi víninnflutningsfyrirtækisins J. Húnfjörð og framkvæmdastjóri Kampavínsfjelagsins & co. Þá sé Ronja Björk Bjarnadóttir varamaður í stjórn. Hún sé 18 ára dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttir, eiganda veitingahússins ROK og stjórnarmanns hjá SVEIT. Loks sé Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri virðingar, en hann sitji í trúnaðarráði VR. Uppfært: Fram kom í fréttinni að Hrefna Björk Sverrisdóttir væri formaður SVEIT eins og segir á vefsíðu samtakanna. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri segir í samtali við Vísi að breyting hafi orðið á formennsku og nú sé Björn Árnason formaður. Þá kom fram í fréttinni, eftir tilkynningu frá Eflingu, að Kampavínsfjelagið væri í eigu Stefáns Einars Stefánssonar. Stefán Einar stofnaði félagið árið 2020 en eigendaskipti urðu í október síðastliðnum. Það er nú í eigu Jóhönnu sjálfrar, og tveggja annarra. Jóhann Stefánsson er ekki lengur eigandi Litlu mathallarinnar ehf. síðan í febrúar á þessu ári. Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu, þar sem segir að félagið hafi staðfesta vitneskju um að starfsfólki hafi verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Tilgangurinn sé að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör. „Efling biður allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá sínum atvinnurekanda um að taka þátt í þessum svikum að hafa samband við félagið án tafar með eyðublaðinu hér.“ Rýri verulega kjör starfsfólks Í tilkynningunni segir að SVEIT hafi á undanförnum árum barist fyrir gerð kjarasamnings þar sem laun starfsfólks á veitingahúsum verði lækkuð miðað við núgildandi lögvarin kjör í kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins. „SVEIT reyndi í fyrstu að sannfæra Eflingu um að ganga til kjaraviðræðna við sig á þeim forsendum, en því hafnaði félagið. Dró SVEIT þá Eflingu fyrir Félagsdóm, sem úrskurðaði að Eflingu bæri engin skylda til að semja við SVEIT og staðfesti jafnframt að ákvæði kjarasamnings Eflingar við SA væru lögbundin lágmarkskjör í geiranum.“ Í stjórn Virðingar sitji þrír einstaklingar, þar af tveir sem komi beint að rekstri veitngastaða eigendur eða stjórnarmenn. Ekki komi á óvart að þeir veitingastaðir séu á félagaskrá sveit. Þá sitji dóttir formanns SVEIT, sem skrifaði undir umræddan samning, í varastjórn Virðingar. Ekki er tekið frekar fram hver hún er. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur Virðingar við SVEIT feli í sér verulegar skerðingar á launum og réttindum starfsfólks, þar á meðal: Dagvinnutími lengdur um þrjá klukkutíma eða frá kl. 17:00 til kl. 20:00, sem þýðir að þessa klukkutíma fær starfsfólk ekki greitt vaktaálag. Sama á við um laugardaga frá 08:00-16:00. Kvöldvaktaálag er lækkað úr 33% í 31%. Almennur starfsmaður á veitingahúsi með 1 árs starfsreynslu í geiranum mun, ef hann vinnur á kjörum SVEIT og Virðingar, verða fyrir launalækkun um 52.176 á mánuði eða sem nemur 10%. Orlofsréttindi eru færð niður í lögbundið 24 daga lágmark, og öll orlofsávinnsla umfram það sem Efling hefur samið um við SA felld niður. Réttur til launa í veikindum er skertur. Tafla Eflingar sem sýnir mun á launum starfsfólks milli samnings Eflingar við SA og Virðingar við SVEIT.Efling Munu aðstoða fórnarlömb svikamyllunnar Í tilkynningunni segir að trúnaðarmenn af vinnustöðum Eflingarfélaga vítt og breitt af vinnumarkaðnum hafi á þriðjudag farið í heimsóknir á veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu. Einn tilgangur heimsóknanna hafi verið að vara félagsmenn við því að „vera svikin“ af SVEIT og Virðingu. „Efling mun aðstoða allt verkafólk sem eru fórnarlömb þessarar svikamyllu, óháð því hvort þau hafa skrifað undir ráðningarsamning þar sem vísað er til gervi-kjarasamnings Virðingar og SVEIT. Verkafólk þarf ekki að sætta sig við að vera blekkt á þennan hátt, sama hvað atvinnurekandi kann að segja þeim. Efling mun grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir svik og blekkingar SVEIT og Virðingar gegn starfsfólki veitingahúsa.“ Ung dóttir formanns SVEIT í stjórn Virðingar Samkvæmt vefsíðu SVEIT er stjórn samtakanna skipuð átta manns. Það eru þau Arinbjörn Þórarinsson, Birgir Örn Birgisson, Björn Árnason, Emil Helgi Lárusson, Hrefna Björk Sverrisdóttir, Skúli Gunnar Sigfússon og Eyþór Már Halldórsson. Framkvæmdastjóri er Aðalgeir Ásvaldsson. Í tilkynningu frá Eflingu segir þá að Jafet Thor Arnfjörð sé stjórnarformaður Virðingar. Hann sé sonur Sigurðar Arnfjörð Helgasonar, sem sé helmingseigandi og rekstraraðili að Edinborg Bistro á Ísafirði. Meðstjórnandi sé Jóhann Stefánsson, fyrrverandi eigandi og rekstraraðili Litlu mathallarinnar ehf. á Akureyri, sem reki Slæsuna, Kvikkí og Lemon, auk Maikai. Annar meðstjórnandi sé Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð, eigandi víninnflutningsfyrirtækisins J. Húnfjörð og framkvæmdastjóri Kampavínsfjelagsins & co. Þá sé Ronja Björk Bjarnadóttir varamaður í stjórn. Hún sé 18 ára dóttir Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttir, eiganda veitingahússins ROK og stjórnarmanns hjá SVEIT. Loks sé Valdimar Leó Friðriksson framkvæmdastjóri virðingar, en hann sitji í trúnaðarráði VR. Uppfært: Fram kom í fréttinni að Hrefna Björk Sverrisdóttir væri formaður SVEIT eins og segir á vefsíðu samtakanna. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri segir í samtali við Vísi að breyting hafi orðið á formennsku og nú sé Björn Árnason formaður. Þá kom fram í fréttinni, eftir tilkynningu frá Eflingu, að Kampavínsfjelagið væri í eigu Stefáns Einars Stefánssonar. Stefán Einar stofnaði félagið árið 2020 en eigendaskipti urðu í október síðastliðnum. Það er nú í eigu Jóhönnu sjálfrar, og tveggja annarra. Jóhann Stefánsson er ekki lengur eigandi Litlu mathallarinnar ehf. síðan í febrúar á þessu ári.
Kjaramál Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Stéttarfélög Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira