Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 11:02 Stjörnumenn köstuðu frá sér átta marka forskoti gegn HK en eru enn þremur stigum ofar en HK-ingar, í 7. sæti Olís-deildarinnar. vísir/Diego Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins. HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“ Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Sjá meira
HK og Stjarnan mættust í einhverjum ótrúlegasta leik sem um getur, ef við leyfum okkur smá dramatík, í síðustu viku. HK-ingar lentu 27-19 undir en náðu á fimm og hálfri mínútu að tryggja sér jafntefli, 27-27. Jöfnunarmark HK, í þessari ævintýralegu endurkomu, kom úr vítakasti Leós Snæs Péturssonar þegar leiktíminn var runninn út. Vítakastið var dæmt eftir að dómarar leiksins höfðu skoðað atvikið í síma, og telja Stjörnumenn að í aðdragandanum hafi reglur um myndbandsdómgæslu verið brotnar. Í reglugerð HSÍ um dómara og eftirlitsmenn segir: Dómarar leikja geta nýtt sér myndbandsupptökur til lokaákvörðunar um dóma í leikjum sem eru í beinni sjónvarpsútsendingu sé slíkt í boði. Þrátt fyrir þessa heimild skulu dómarar í einu og öllu fara eftir leikreglum IHF í sínum ákvörðunum og er ekki um að ræða breytingu á þeim reglum og viðmiðunum sem nú gilda. Dómaranefnd skal setja nánari reglur um notkun á myndbandsupptökum við ákvarðanatöku. Segir nauðsynlegt að kæra svo reglur verði virtar Vísir fékk Sigurjón Hafþórsson, formann handknattleiksdeildar Stjörnunnar, til að skýra þá ákvörðun að kæra framkvæmd leiksins: „Undir lok leiks HK og Stjörnunnar í 12. umferð Olísdeildar karla, sem fram fór 29. nóvember 2024, gerðu dómarar og eftirlitsmaður leiksins sig seka um framkvæmd sem brýtur í bága við reglur um myndbandsdómgæslu. Eftir að lokaflautan gall stöðvaði annar dómara leiksins, leikinn án þess að gefa opinbert merki (VAR) eða útskýra með handarbendingum hvað hann hygðist dæma. Eftir rúmar tvær mínútur af umræðum við ritaraborðið tóku þeir ákvörðun um að nýta farsíma starfsmanns við borið og skoðuðu atvikið með þeim hætti. Reglur um myndbandsdómgæslu kveða á um að dómarar hafi heimild til að skoða atvik á sjónvarpsskjá þegar þeir hafa ekki getað séð atvikið á vellinum í heild sinni eða þurfa að endurskoða það vegna mikils vafa um rétta ákvörðun, en ákvarðanir þeirra skulu ávallt byggjast á því sem þeir sjá á vellinum. Dómarar verða að kalla eftir leikstöðvun, sýna opinbert VAR-merki til að upplýsa leikmenn og áhorfendur um skoðunina, ráðfæra sig við eftirlitsmann og útskýra ástæðu notkunar. Ef myndbandsdómgæsla er óheimil í tilteknum aðstæðum skal eftirlitsmaður stöðva hana, og aðeins skal nota viðurkenndan sjónvarpsbúnað til að tryggja nákvæma og óhlutdræga endurskoðun. Í þessu tilfelli var reglunum ekki fylgt, sem hafði bein áhrif á lögmæti ákvörðunarinnar og úrslit leiksins. Nauðsynlegt var því að kæra framkvæmdina, fá mat dómstóls HSÍ á málið, einkum til að tryggja að reglurnar verði virtar framvegis,“ segir Sigurjón í skriflegu svari. Aðspurður hvort það sé ekki bara gagnlegt að dómarar hafi nýtt þau tæki sem til voru svarar Sigurjón: „Dómarar dæma handknattleik í samræmi við fyrirfram ákveðnar reglur sem gilda um íþróttina. Vart þarf að rökstyðja frekar þá kröfu að þeir sjálfir fylgi reglunum sem gilda um framkvæmd þeirra dómgæslu.“
Olís-deild karla Stjarnan HK Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Írland - Armenía | Pressa á Heimi Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Sjá meira