Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson og Salvör Jónsdóttir skrifa 5. desember 2024 14:32 Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári. Matís hefur jafnframt lykilhlutverki að gegna í að tryggja matvælaöryggi landsmanna, en öflug viðbragðsgeta við upprunagreiningu matvælasýkinga hefur reynst ómetanleg við að draga úr útbreiðslu sýkinga, meta áhættur í matvælakeðjunni og stuðla að öruggum matvælum. Matís er mjög virkt í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og hefur með því opnað dyr að nýjustu rannsóknum og tækni og gert aðgengilega íslenskum fyrirtækjum. Þá hefur Matís hefur stutt við nýsköpunarfyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu og þannig skapað ný störf og aukið fjölbreytni í atvinnulífi. Eitt mikilvægasta framlag Matís til íslensks samfélags er sú vinna og rannsóknir sem hafa stuðlað að sjálfbærri auðlindanýtingu og matvælaframleiðslu til framtíðar. Bætt umgengni við náttúruauðlindir Íslands stuðlar að langtímahagsæld þjóðarinnar og starfsemi Matís miðar öll að því að við getum hámarkað nýtingu náttúruauðlinda með sjálfbærum hætti. Matís hefur í gegnum árin þróað aðferðir til að nýta náttúruauðlindir betur, sérstaklega í sjávarútvegi. Þekkt eru dæmi um að hliðarafurðir úr fiski sem áður fóru til spillis, séu nú nýttar til að framleiða lífvirk efni og heilsuafurðir. Þetta snýst þó ekki bara um fiskinn heldur hefur Matís einnig unnið að rannsóknum og þróun nýtingar á þangi, þörungum og öðrum lífauðlindum hafsins. Þetta hefur meðal annars leitt til framleiðslu á nýpróteinum sem geta nýst í matvæli og fóðri, sem og lífvirkum efnum sem hafa víðtæka notkunarmöguleika. Þessi mikla rannsóknargeta eflir jafnframt landbúnað í landinu og fiskeldi þar sem rannsóknaþörfin eykst stöðugt með auknu umfangi og breyttum aðstæðum. Verkefni sem miða t.d. að því að lágmarka notkun efnaáburðar og þróa vistvænar fóðurlausnir hafa bæði efnahagslegan og umhverfislegan ávinning. Rannsóknir Matís á sviði matvælatækni og -vinnslu hafa auk þess orðið til þess að draga úr umhverfisáhrifum framleiðsluferla, en með því að þróa orkunýtnar lausnir, bæta geymsluþol og gæði matvæla, hefur Matís stuðlað að minni sóun og vistvænni matvælaiðnaði. Matís er óháð rannsóknareining og getur því boðið bæði stjórnvöldum og fyrirtækjum áreiðanlega greiningar á faggildum rannsóknastofum sem byggja á vísindalegum aðferðum og staðreyndum. Þetta hlutleysi er ómetanlegt í að byggja upp traust og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grunni gagnreyndra upplýsinga. Hvort sem um er að ræða mat á umhverfisáhrifum, gæði hráefna, öryggi matvæla eða möguleika nýrra tæknilausna, er Matís áreiðanlegur samstarfsaðili. Hlutverk Matís í umhverfisvænni og sjálfbærri matvælaframleiðslu er ómetanlegt þegar litið er til framtíðar. Með áframhaldandi áherslu á nýsköpun, rannsóknir og samvinnu mun Matís halda áfram að vera leiðandi afl í að þróa lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís er lykilaðili við mótun umhverfisvæns og sjáfbærs matvælaiðnaðar á Íslandi. Með því að nýta nýjustu vísindi og tæknilausnir, og með samvinnu við innlenda og erlenda aðila, hefur fyrirtækið lagt grunn að þróun sem hefur haft bæði efnahagslegan og samfélagslegan ávinning. Oddur Már er forstjóri Matís og Salvör er stjórnarformaður Matís.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun