Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 16:09 Karolina Kochaniak-Sala reynir að verjast Jenny Carlson í leik Póllands og Svíþjóðar í dag. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag. Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn