„Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. desember 2024 22:33 Ty-Shon Alexander lék sinn annan leik fyrir Keflavík í kvöld. getty/Ethan Miller Keflavík tók á móti Tindastól í Blue höllinni í kvöld í lokaleik níundu umferðar Bónus deild karla. Keflvíkingar hittu frábærlega úr sínum skotum og fóru með 27 stiga sigur, 120-93. Annar af tveimur nýju leikmönnum Keflvíkur var glaður í leikslok. „Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira
„Mér fannst við spila vel sem lið, sérstaklega varnarlega. Við gerðum frábærlega sóknarlega og settum fullt af skotum. Við munum halda áfram að bæta okkur og verða bara betri. Þetta var frábær leikur fyrir alla í liðinu,“ sagði Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík tók forystu í leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Þeir leiddu allan leikinn. Aðspurður um það hvenær honum hafi fundist þetta vera komið hjá Keflavík svaraði Ty-Shon að um leið og skotin fóru að detta. „Ég held að það hafi verið þegar allir voru farnir að setja niður skot. Ég varð að koma mér í þetta líka. Mér fannst ég byrja frekar hægar en vanalega. Við komum út og hittum úr fullt af skotum og við börðumst fyrir sigrinum. Þetta var frábært í dag,“ sagði Ty-Shon. Hann var stigahæstur í liði Keflavíkur í kvöld með 33 stig og setti átta þriggja stiga skot í tíu tilraunum. „Þetta var bara eitthvað sem ég hélt áfram að gera. Þú leggur inn vinnuna og augljóslega skilar hún sér í hvert sinn sem þú stígur á völlinn. Við byggjum bara á þessu og höldum áfram að verða betri og gerum þetta aftur í öðrum leik.“ Þrátt fyrir stórsigur gegn toppliði deildarinnar vildi Ty-Shon ekki segja að þetta hafi endilega verið einhver yfirlýsing. „Ég myndi ekki segja það. Þetta er eitthvað sem við þurftum að bæta og sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Við verðum að byggja á þessu og halda áfram að verða betri.“ Þessi sömu lið mætast strax aftur á mánudaginn í Vís bikarnum og má búast við allt öðruvísi leik þá. „Ég býst við því að leikurinn þá verði allt öðruvísi en í kvöld. Þeir munu koma grimmari til leiks þá en í kvöld. Við verðum bara að byggja á þessu. Við megum ekki láta þennan sigur komast í hausinn á okkur og búast við þessu eins á mánudaginn. Við munum taka video fund og við þurfum að laga nokkra hluti,“ sagði Ty-Shon að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Sjá meira