Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. desember 2024 20:40 Flugvélin Esja með fjallið Esju í baksýn. Þessi fyrsta Airbus-þota Icelandair flaug yfir Reykjavíkurflugvöll síðastliðinn þriðjudag áður en lent var á Keflavíkurflugvelli. Matthías Sveinbjörnsson Hin nýja Airbus-þota Icelandair, Esja, heldur í fyrramálið, á sunnudagsmorgni, í flug frá Keflavík til æfingalendinga á varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Aðaltilgangur flugsins er að þjálfa flugmenn þotunnar en flugáhugamönnum bæði norðanlands og austan gefst um leið tækifæri til að sjá hana lenda og taka á loft. Flugáætlun TF-IAA gerir ráð fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 í fyrramálið. Lending á Akureyrarflugvelli er áætluð klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þar munu starfsmenn máta landgöngustiga flugvallarins við flugvélina sem og annan tækjabúnað vallarins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur fram að flugáætlun geti breyst, eins og oft sé með þjálfunarflug. Best sé að fylgjast með á FlightRadar og slá þá inn flugnúmerið FI5100. Uppfært klukkan 10:20. Flugtak frá Keflavík var klukkan 10:12 og er lending á Akureyri áætluð klukkan 10:44. Fyrsta flugtak Airbus A321neo-þotu Icelandair á flugvelli Airbus-verksmiðjanna í Hamborg í Þýskalandi þann 19. nóvember síðastliðinn.Airbus/Icelandair Á Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir einni lendingu og um það bil 45 mínútna stoppi. Flugtak frá Akureyri er áætlað klukkan 11:00. Þaðan verður flogið til Egilsstaða þar sem ein lending er áætluð klukkan 11:30. Þar verður sömuleiðis áð í um það bil 45 mínútur til að starfsmönnum flugvallarins gefist færi á að prófa afgreiðslu þotunnar. Flugtak frá Egilsstöðum er áætlað klukkan klukkan 12:15. Lokaleggur hringferðarinnar verður svo til Keflavíkur. Þar er lending áætluð klukkan 13:00 á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu flugvélarinnar til Íslands síðastliðinn þriðjudag: Flugið til Akureyrar og Egilsstaða verður síðasta þjálfunarflugið áður en þotan verður sett inn á áætlunarleiðir Icelandair. Fyrsta farþegaflugið er ráðgert á þriðjudagsmorgni 10. desember. Það verður frá Keflavík til Stokkhólms og til baka. Síðdegis sama dag er svo áformað að þotan fljúgi til Kaupmannahafnar og til baka um kvöldið til Íslands. Icelandair Airbus Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Flugáætlun TF-IAA gerir ráð fyrir brottför frá Keflavíkurflugvelli klukkan 9:30 í fyrramálið. Lending á Akureyrarflugvelli er áætluð klukkan 10:15, samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Þar munu starfsmenn máta landgöngustiga flugvallarins við flugvélina sem og annan tækjabúnað vallarins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur fram að flugáætlun geti breyst, eins og oft sé með þjálfunarflug. Best sé að fylgjast með á FlightRadar og slá þá inn flugnúmerið FI5100. Uppfært klukkan 10:20. Flugtak frá Keflavík var klukkan 10:12 og er lending á Akureyri áætluð klukkan 10:44. Fyrsta flugtak Airbus A321neo-þotu Icelandair á flugvelli Airbus-verksmiðjanna í Hamborg í Þýskalandi þann 19. nóvember síðastliðinn.Airbus/Icelandair Á Akureyrarflugvelli er gert ráð fyrir einni lendingu og um það bil 45 mínútna stoppi. Flugtak frá Akureyri er áætlað klukkan 11:00. Þaðan verður flogið til Egilsstaða þar sem ein lending er áætluð klukkan 11:30. Þar verður sömuleiðis áð í um það bil 45 mínútur til að starfsmönnum flugvallarins gefist færi á að prófa afgreiðslu þotunnar. Flugtak frá Egilsstöðum er áætlað klukkan klukkan 12:15. Lokaleggur hringferðarinnar verður svo til Keflavíkur. Þar er lending áætluð klukkan 13:00 á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu flugvélarinnar til Íslands síðastliðinn þriðjudag: Flugið til Akureyrar og Egilsstaða verður síðasta þjálfunarflugið áður en þotan verður sett inn á áætlunarleiðir Icelandair. Fyrsta farþegaflugið er ráðgert á þriðjudagsmorgni 10. desember. Það verður frá Keflavík til Stokkhólms og til baka. Síðdegis sama dag er svo áformað að þotan fljúgi til Kaupmannahafnar og til baka um kvöldið til Íslands.
Icelandair Airbus Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Akureyri Múlaþing Tengdar fréttir Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53 Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Flugstöð og flughlað vígð á afmæli Akureyrarflugvallar Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli síðdegis. Samtímis var fagnað sjötíu ára afmæli flugvallarins. 5. desember 2024 22:53
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24