„Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 09:32 Finnur Freyr Stefánsson þekkir það betur en flestir að berjast um og, oftar en ekki, vinna titla. Núna tekst hann á við þá stöðu að vera með Val í fallsæti. vísir/Anton Flottur bikarsigur gegn Grindavík í gærkvöld breytir ekki þeirri staðreynd að Íslandsmeistarar Vals sitja í fallsæti í Bónus-deild karla í körfubolta, eftir níu umferðir af 22. Sérfræðingar Körfuboltakvölds veltu vöngum yfir stöðu Vals og þeirri staðreynd að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins þekkti ekki svona slæmt gengi. Valsarar kynntu nýjan mann til leiks í 88-77 sigri gegn Grindavík í VÍS-bikarnum í gær því Svíinn hávaxni Adam Ramstedt er mættur á Hlíðarenda, og hann skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Spennandi verður að sjá Ramstedt með Val í Bónus-deildinni en þar hafa Valsmenn aðeins unnið þrjá leiki til til þessa, og tapað síðustu leikjum gegn Haukum og ÍR. Dagskráin er strembin hjá Val því í næstu leikjum spilar liðið við Grindavík, Tindastól og Stjörnuna. Risastórt verkefni fyrir Val „Við erum með tvo leikmenn í liðinu, Badmus og Kristin Pálsson, sem hafa átt alveg stórkostlega leiki í vetur, en samt sem áður eru þetta bara þrír sigrar. Það er risastórt verkefni fram undan hjá Val,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þá var enn beðið eftir því að Valsmenn kynntu nýjan leikmann til leiks, sem nú er komið í ljós að er Ramstedt, en Teitur sagði fólki að vera ekki að afskrifa Val. „Þeir eiga eftir að bæta við leikmönnum, vonandi kemur Kristó [Acox] sterkur til baka. Þá horfum við á liðið og sjáum að þetta er einhver mjög sterk vél,“ sagði Teitur og þeir Hermann Hauksson voru sammála um að ekkert lið myndi vilja mæta Vals þegar kæmi í úrslitakeppnina. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Valsmenn í fallsæti Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hafði sínar efasemdir um að Valur kæmist hreinlega í úrslitakeppnina, vegna þess hve sterk Bónus-deildin væri í vetur. „Núna reynir rosalega mikið á Finn“ Valsliðið hefur þurft að glíma við ýmislegt á leiktíðinni en fyrir tveimur umferðum sneri þjálfarinn sigursæli Finnur Freyr Stefánsson þó aftur úr veikindaleyfi. „Núna reynir rosalega mikið á Finn,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Finnur er í stöðu sem hann hefur aldrei verið í sem þjálfari. Það eru þjálfarar sem þekkja það alveg að tapa mörgum leikjum í röð, og að sjálfstraustið sé í molum. Ég held að Finnur hafi aldrei átt við það. Hann hefur alltaf verið í toppbaráttunni með mjög góð lið í höndunum.“ „Má segja að Finnur sé Pep Guardiola íslensks körfubolta? Að ganga í gegnum nákvæmlega sömu tíma núna,“ grínaðist Stefán Árni þá en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Valsarar kynntu nýjan mann til leiks í 88-77 sigri gegn Grindavík í VÍS-bikarnum í gær því Svíinn hávaxni Adam Ramstedt er mættur á Hlíðarenda, og hann skoraði 13 stig og tók 9 fráköst. Spennandi verður að sjá Ramstedt með Val í Bónus-deildinni en þar hafa Valsmenn aðeins unnið þrjá leiki til til þessa, og tapað síðustu leikjum gegn Haukum og ÍR. Dagskráin er strembin hjá Val því í næstu leikjum spilar liðið við Grindavík, Tindastól og Stjörnuna. Risastórt verkefni fyrir Val „Við erum með tvo leikmenn í liðinu, Badmus og Kristin Pálsson, sem hafa átt alveg stórkostlega leiki í vetur, en samt sem áður eru þetta bara þrír sigrar. Það er risastórt verkefni fram undan hjá Val,“ sagði Teitur Örlygsson í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þá var enn beðið eftir því að Valsmenn kynntu nýjan leikmann til leiks, sem nú er komið í ljós að er Ramstedt, en Teitur sagði fólki að vera ekki að afskrifa Val. „Þeir eiga eftir að bæta við leikmönnum, vonandi kemur Kristó [Acox] sterkur til baka. Þá horfum við á liðið og sjáum að þetta er einhver mjög sterk vél,“ sagði Teitur og þeir Hermann Hauksson voru sammála um að ekkert lið myndi vilja mæta Vals þegar kæmi í úrslitakeppnina. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Valsmenn í fallsæti Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, hafði sínar efasemdir um að Valur kæmist hreinlega í úrslitakeppnina, vegna þess hve sterk Bónus-deildin væri í vetur. „Núna reynir rosalega mikið á Finn“ Valsliðið hefur þurft að glíma við ýmislegt á leiktíðinni en fyrir tveimur umferðum sneri þjálfarinn sigursæli Finnur Freyr Stefánsson þó aftur úr veikindaleyfi. „Núna reynir rosalega mikið á Finn,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Finnur er í stöðu sem hann hefur aldrei verið í sem þjálfari. Það eru þjálfarar sem þekkja það alveg að tapa mörgum leikjum í röð, og að sjálfstraustið sé í molum. Ég held að Finnur hafi aldrei átt við það. Hann hefur alltaf verið í toppbaráttunni með mjög góð lið í höndunum.“ „Má segja að Finnur sé Pep Guardiola íslensks körfubolta? Að ganga í gegnum nákvæmlega sömu tíma núna,“ grínaðist Stefán Árni þá en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira