Körfubolti

Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maddie Sutton var með enn eina þrennuna fyrir Þór í kvöld.
Maddie Sutton var með enn eina þrennuna fyrir Þór í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Norðanliðin Þór frá Akureyri og Tindastóll frá Sauðárkróki unnu bæði góða heimasigra í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Þórskonur unnu fimm stiga sigur á Val, 79-74. Þórsliðið hefur þar með unnið alla fimm heimaleiki sína á leiktíðinni.

Þór var sex stigum yfir í hálfleik, 33-27, en Valskonur héldu leiknum jöfnum í seinni hálfleiknum. Valskonur skoruðu fimm stig í röð á lokamínútunum og minnkuðu muninn niður í eitt stig.

Heimakonur lifðu það af og héldu sigurgöngu sinni áfram fyrir norðan.

Amandine Toi skoraði 26 stig fyrir Þór, Esther Fokke var með 16 stig og Eva Wium Elíasdóttir skoraði 15 stig. Madison Anne Sutton var líka með enn eina þrennuna, skoraði 11 stig, tók 16 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Jiselle Thomas skoraði 28 stig fyrir Val og þræ Alyssa Cerino og Fatoumata Jallow voru báðar með 18 stig.

Tindastóll vann fimm stiga endurkomusigur á Aþenu, 58-53, eftir að hafa unnið lokaleikhlutann 18-9.

Stólarnir voru öflugri á lokasprettinum en þær hafa verið að ná góðum úrslitum að undanförnu.

Nýi leikmaðurinn Ilze Jakobsone skoraði 19 stig og Randi Brown var með 17 stig. Teresa Sonia Da Silva skoraði 14 stig fyrir Aþenu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×