Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2024 08:50 Framkvæmdastjóri móðurfélags The Onion segir félagið enn staðráðið í því að eignast Infowars. Getty/Mario Tama Dómari í Houston í Bandaríkjunum hefur ógilt söluna á Infowars, heimasíðu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones, til háðsmiðilsins The Onion. Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Infowars og tengdar eignir voru boðnar upp á dögunum, eftir að Jones var dæmdur til að greiða fjölskyldum einstaklinganna sem skotnir voru til bana í Sandy Hook árið 2012 samtals 1,4 milljarð Bandaríkjadollara í miskabætur. Jones hélt því fram í mörg ár að skotárásin hefði aldrei átt sér stað og að umræddar fjölskyldur væru leikarar sem hefðu verið fengnir til að hjálpa til við að setja harmleikinn á svið. Dómarinn Christopher M. Lopez komst að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt enginn hefði gert neitt rangt þegar Infowars var selt The Onion hefði skiptastjóri þrotabúsins, Christopher Murray, ekki gert allt sem hann gat til að hámarka virði eigna þrotabúsins. Aðeins tveir buðu í eignirnar; The Onion og First United American Companies, sem hefur tengsl við Jones. Málareksturinn fyrir dóminum varðaði að stórum hluta það hvort fjölskyldurnar sem fengu dæmdar bætur hefðu mátt ráðstafa þeim til að taka þátt í uppboðinu með The Onion. Infowars var slegið The Onion á sjö milljónir dollara, þar af kom 1,75 milljón frá móðurfélagi The Onion en restin frá fjölskyldunum. Þannig virðast þær í raun hafa ætlað að afsala sér umræddri upphæð en bróðurparturinn af ágóða sölunnar á Infowars mun renna í þeirra vasa upp í miskabæturnar sem þeim voru dæmdar. Tilboð First United American Companies hljóðaði upp á 3,5 milljónir dollara. Lopez sagði að skiljanlega væri málið tilfinningaþrungið, bæði fyrir fjölskyldurnar og fyrir stuðningsmenn Jones. Hins vegar hefði mátt standa betur að því að hámarka virði eignanna, til dæmis með því að bjóða Infowars upp fyrir opnum tjöldum og leyfa aðilum að keppast um bitann.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira