Körfubolti

Drungilas í eins leiks bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adomas Drungilas missir af næsta leik Tindastóls.
Adomas Drungilas missir af næsta leik Tindastóls. vísir/anton

Adomas Drungilas, leikmaður körfuboltaliðs Tindastóls, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd vegna háttsemi sinnar í leik gegn Álftanesi í Bónus deild karla.

Drungilas var rekinn út úr húsi í leiknum 29. nóvember en hann mótmælti kröftuglega eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ úrskurðaði ekki í málinu á þriðjudaginn fyrir viku og því gat Drungilas spilað leikina gegn Keflavík í Bónus deildinni og VÍS-bikarnum. Keflvíkingar unnu báða leikina.

Næsti leikur Tindastóls er gegn Njarðvík annað kvöld og þar verður Drungilas fjarri góðu gamni.

Tindastóll er í 2. sæti Bónus deildarinnar með fjórtán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×