Sport

Snæ­fríður sló nokkurra klukku­tíma gamalt Ís­lands­met sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti tvö Íslandsmet á HM í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti tvö Íslandsmet á HM í dag. SSÍ

Íslenska sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti glænýtt Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi í kvöld þegar hún synti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í Ungverjalandi.

Snæfríður Sól hafði slegið Íslandsmetið sitt í undanrásunum þar sem hún synti á 52,77 sekúndum.

Hún bætti metið síðan aftur í undanúrslitunum með því að koma í mark á 52,68 sekúndum.

Íslandsmetið byrjaði í 53,13 sekúndum og hefur Snæfríður því bætt það um 45 hundraðshluta í dag.

Það skilaði henni þrettánda sæti í greininni en aðeins átta efstu komust í 

Aðeins tvær af átta sem komust í úrslitin syntu í riðli Snæfríðar.

Snæfríður syntir sína aðalgrein á sunnudaginn þegar hún tekur þátt í 200 metra skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×