Körfubolti

Elvar framlagshæstur í Evrópusigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson lék mjög vel í Evrópubikarnum í kvöld.
Elvar Már Friðriksson lék mjög vel í Evrópubikarnum í kvöld. Getty/Esra Bilgin

Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan leik í kvöld með gríska félaginu Maroussi í góðum sigri í Evrópubikarnum.

Maroussi vann þá níu stiga sigur á spænska félaginu Basket Zaragoza, 104-95.

Elvar var með fimmtán stig, átta stoðsendingar og sex fráköst í leiknum en hann hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum.

Elvar tapaði ekki einum bolta í leiknum, nýtti 71 prósent skota sinna utan af velli og öll vítin sem hann tók. Frábær frammistaða hjá íslenska bakverðinum.

Elvar var ekki stigahæstur í sínu liði en hann var framlagshæstur í liðinu með 27 framlagsstig.

Maroussi hafði tapað fyrsta leiknum í milliriðlinum en Zaragoza vann sinn fyrsta leik. Þessi sigur var því mikilvægur fyrir Elvar og félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×