GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 11:31 Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon spáðu í spilin fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur, tveggja af þremur efstu liðum Bónus-deildarinnar. Stöð 2 Sport „Það var svo gaman síðast að við ákváðum að endurtaka þetta,“ segir Pavel Ermolinskij um þá ákvörðun GAZ-manna að beina sjónum sínum að Sauðárkróki í kvöld, á leik Tindastóls og Njarðvíkur. Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Pavel og Helgi Már Magnússon hafa tekið einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur og munu lýsa leiknum á Króknum í kvöld með sínum hætti, á Stöð 2 BD. „Tindastóll er að koma úr erfiðri ferð suður í Reykjanesbæ, tveir tapleikir á þremur dögum, á meðan að Njarðvíkingar hafa verið að vinna leiki endalaust. Lið sem þú hefur ekki haft mikla trú á,“ baunaði Pavel á Helga: „Það er alveg rétt. Njarðvíkingar eru búnir að þagga niður í mér og koma mér svakalega á óvart, sérstaklega til dæmis í síðasta leik. Mögulega hefur það eitthvað með vonbrigði mín með Grindavík að gera líka, en Njarðvíkingar eru búnir að vera ótrúlega flottir. Njarðvík hefur sýnt okkur að þeir geta alveg spilað þó að það vanti einn leikmann. Þeir halda alveg sínu, spila sinn bolta og geta alltaf haldið sínu striki.“ Klippa: GAZ-upphitun fyrir leik Tindastóls og Njarðvíkur Njarðvík kynnir til leiks nýjan leikmann, Evans Ganapamo, sem þeir Helgi og Pavel bíða spenntir eftir að sjá en þar er á ferðinni landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins. Stólarnir verða hins vegar án Adomas Drungilas vegna leikbanns, og virtust illa mega við því að Sadio Doucoure skyldi meiðast: „Við sáum Tindastól um helgina missa Sadio út, vegna puttameiðsla. Hann spilaði einhverjar mínútur í báðum leikjum við Keflavík en augljóslega ekki á fullri getu, og núna verður Drungilas ekki með. Stólarnir hafa ekki sýnt okkur að þeir geti aðlagað sig að þessu,“ sagði Helgi. Þeir Pavel voru sammála um að lið Tindastóls yrði mögulega of lágvaxið í kvöld fyrir baráttu við menn á borð við Dominykas Mikla og Mario Matasovic. „Þetta verður krefjandi fyrir lágvaxið lið Tindastóls. Njarðvík getur leikið sér með þetta og það verður alltaf annar þeirra inni á vellinum, og oft báðir,“ sagði Helgi en umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - KR | Geta þeir byggt ofan á fyrsta sigurinn? Í beinni: Tindastóll - Njarðvík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Í beinni: Höttur - ÍR | Gestirnir á miklu flugi Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu