Viðskipti innlent

Helgi þarf að greiða starfs­mönnunum milljónirnar 67

Árni Sæberg skrifar
Helgi vildi ekki una niðurstöðu Héraðsdóms og skaut málinu því til Landsréttar.
Helgi vildi ekki una niðurstöðu Héraðsdóms og skaut málinu því til Landsréttar. Vísir/Vilhelm

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 15 og hefur ekki enn verið birtur. Hann staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Sumarið 2023 var Helgi dæmdur til að greiða starfsmönnunum fjórum alls 67 milljónir króna. Vísir ræddi í kjölfarið við grafíska hönnuðinn Bjarka Atlason, sem var einn af þeim sem stefndu Helga.

Hann lýsti því að mennirnir hafi talið sig svikna eftir að hafa ekki fengið kaupréttarsamninga sína efnda og svo ekki fengið greitt eftir að samkomulag um greiðslu eftir sölu Sling var gert. Héraðsdómur hafi dæmt Helga til greiðslu milljónanna 67.

Mennirnir hafi furðað sig á því að hann hafi ákveðið að áfrýja dóminum til Landsréttar, enda hefðu lögfróðir menn tjáð þeim að litlar líkur væru á að dóminum yrði snúið. Bjarki hafi talið Helga einungis vera að fresta málinu.


Tengdar fréttir

Tækni­risi kaupir ís­lenska ný­sköpunar­fyrir­tækið Sling

Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum.

Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×