Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2024 10:26 Úkraínskir hermenn á ferðinni. Myndin tengist fréttinni ekki beint AP/Evgeniy Maloletka Rússneski herinn skaut í morgun nærri því hundrað eldflaugum og rúmlega tvö hundruð drónum að Úkraínu. Árásin beindist að miklu leyti að orkuinnviðum ríkisins, eins og svo margar árásir hafa gert áður, en þessi þykir hafa verið einstaklega umfangsmikil. Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Af 93 eldflaugum sem skotið var að Úkraínu segjast Úkraínumenn hafa skotið niður 81. Þar af hafi ellefu stýriflaugar verið skotnar niður af flugmönnum F-16 orrustuþota. Þá segjast þeir hafa skotið niður áttatíu dróna. We work 🫡 pic.twitter.com/7tHFdzsBEj— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) December 13, 2024 Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir árásina í morgun hafa verið gerða sem viðbrögð við árás Úkraínumanna á herflugvöll í Rússlandi með bandarískum eldflaugum á miðvikudaginn. Árásin í morgun er þó ekki frábrugðin fjölmörgum sambærilegum árásum Rússa á undanförnum þremur árum. „Þetta er „friðaráætlun“ Pútíns,“ segir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu í færslu á X í morgun. „Að rústa öllu. Þannig vill hann „viðræður“, með því að hrella milljónir manna.“ Selenskí segir fáar hömlur á Pútín, hvorki varðandi getu til langdrægra árása né þegar kemur að því að verða Rússum út um aðföng í framleiðslu eldflauga. Hann kallar eftir hörðum viðbrögðum og varar við því að ef Pútín telji sig finna fyrir hræðslu meðal ráðamanna á Vesturlöndum líti hann á það sem frelsi til að ganga enn lengra. „Heimurinn getur stöðvað þessa geðveiki, og til þess þarf fyrst að stöðva bilunina í Moskvu sem hefur fyrirskipað hryðjuverk í rúm tuttugu ár. Styrkur er það sem þarf. Úkraína er þakklát öllum þeim sem hjálpa.“ Eins og segir hér að ofan hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, eða að minnsta kosti ellefu á þessu ári. Þessar árásir hafa valdið miklum skaða á orkuframleiðslu og dreifikerfi landsins og hefur það leitt til umfangsmikils rafmagnsleysis víðsvegar um Úkraínu. AP fréttaveitan segir um helming orkuinnviða Úkraínu hafa verið eyðilagða í árásum Rússa. Forsvarsmenn eins stærsta orkufyrirtækis Úkraínu segja árásirnar hafa valdið miklum skaða á orkuverum þess. Unnið er að viðgerðum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53
Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Helsti ráðgjafi Vólódímírs Selenksí, forseta Úkraínu, er sagður í Bandaríkjunum þar sem hann ætlar að funda með ráðgjöfum og verðandi embættismönnum Donalds Trump, verðandi forseta. Andríj Jermak er sagður hafa hitt Susie Wiles, verðandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem hefur lengi unnið með Trump. 4. desember 2024 23:30