Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2024 21:00 Rúllubaggabein sem finna má á mörgum sveitabæjum. Maðurinn býr í augsýn frá Hafdísi í grennd við Vopnafjörð. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem grunaður er um endurtekin ofbeldisverk þar á meðal tilraun til manndráps á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ konunni. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar. Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Landsréttur hefði staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum til 10. janúar. Hann hefur ýmist verið í varðhaldi eða vistaður á sjúkrastofnunum frá því hann var handtekinn þann 16. október. Á borði héraðssaksóknara Rannsókn lögreglu á málinu lauk í nóvember og var málið sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps en til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Fram kemur í greinargerð lögreglunnar að um sé að ræða svokallaðan rúllubaggatein. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Vitni hitti manninn Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Í eldri gæsluvarðhaldsúrskurði, sem birtur hefur verið á vef Landsréttar, segir að vitni hafi greint frá því að maðurinn hafi tjáð honum, eftir árásina, að hann hafi ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Karlmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi þann 19. október en sá úrskurður var kærður til Landsréttar og vísað til geðheilsu mannsins. Var óskað eftir vistun á sjúkrahúsi í staðinn. en fluttur tveimur dögum síðar á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Sérfræðingur á spítalanum sagði þörf á innlögn þar sem maðurinn væri með áfallastreituröskun, í sjálfsvígshættu og of veikur fyrir útskrift. Féllst Landsréttur á að vista manninn á geðdeild til 26. nóvember. Litið var til þess að hann kynni að verða sjálfum sér hættulegur ef hann útskrifaðist af sjúkrahúsi auk þess sem hann sagðist sjálfur óttast að verða öðrum hættulegur. Yfirlæknir á geðdeild sagði í símtali til lögreglu þann 8. nóvember að það væri mat lækna að maðurinn væri ekki lengur í bráðri sjálfsvígshættu heldur væri um landtímavanda að ræða. Mælti hann með meðferð hjá geðteymi fanga. Ekki væri þörf á innlögn á sjúkrahúsi. Þurfti lögregla því að gera nýja kröfu um gæsluvarðhald sem var samþykkt til 11. desember og svo endurnýjað til 10. janúar.
Vopnafjörður Ofbeldi á Vopnafirði Lögreglumál Geðheilbrigði Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira