Veruleikinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 11:02 Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Með inngöngu í Evrópusambandið myndum við Íslendingar meðal annars ganga inn í ákveðið fyrirkomulag varðandi það hvaða vægi einstök ríki sambandsins hafa þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess. Þar er fyrst og fremst miðað við íbúafjölda ríkjanna og hefur þróunin hingað til verið í vaxandi mæli í þá áttina. Ekki sízt í ráðherraráði Evrópusambandsins sem gjarnan er talið valdamesta stofnun þess. Eðli málsins samkvæmt hefur þessi þróun komið sér verst fyrir fámennustu ríkin innan sambandsins. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði sex þingmenn af vel yfir 700 sem væri hliðstætt við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Hvað ráðherraáðið varðar væri staðan enn verri, þar sem alfarið er miðað við íbúafjölda þar ólíkt því sem áður var, eða einungis á við 5% af alþingismanni. Til að mynda má finna sérstaka reiknivél á vef ráðsins þar sem hægt er að sjá vægi ríkja sambandsins í ráðinu. Vissulega gæti Ísland viðrað sjónarmið sín en gæti á engan hátt treyst því að þau yrðu tekin til greina. Meðal þeirra mála sem háð eru vægi ríkja innan Evrópusambandsins út frá íbúafjölda eru sjávarútvegsmál og orkumál sem skipta okkur Íslendinga miklu máli. Landlukt ríki eins og Luxemborg sem telur um 670 þúsund íbúa hefði þannig meira um sjávarútvegsmál okkar Íslendinga að segja en við sjálf í krafti íbúafjölda síns. Hið sama á við um hin fjögur ríki sambandsins sem ekki eiga land að sjó sem og auðvitað öll önnur ríki þess enda yrði Ísland langfámennasta ríkið. Þetta er einfaldlega veruleikinn í þeim efnum. Væntanlega segir það sig sjálft að Evrópusambandið væri ekki að koma sér upp slíku kerfi ef ekki væri ætlunin að beita því. Enda hefur sambandið beitt því óspart og fjölmörg dæmi um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum á vettvangi þess og það gjarnan um mikilvæg hagsmunamál þeirra eins og ég tók dæmi um í annari grein minni um þessi mál á dögunum. Þannig kemur til að mynda fram á vef ráðherraráðsins að langflestar ákvarðanir þess, 80%, séu teknar með þessu fyrirkomulagi. Með öðrum orðum er afskaplega langur vegur frá því að um minnimáttarkennd fyrir hönd lands og þjóðar sé að ræða þegar vakin er athygli á þessum veruleika eins og Andrés Pétursson, fyrrverandi formaður Evrópusamtakanna, vildi meina í grein á Vísi fyrr í vikunni. Reyndar kemur sú gagnrýni úr nokkuð harðri átt enda hefur málflutningur Evrópusambandssinna í gegnum tíðina ekki sízt snúizt um það að við þyrfum að ganga í Evrópusambandið vegna þess að við værum einfaldlega of lítil og fámenn til þess að standa á eigin fótum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun