Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:31 Ráðgert er að nýja þjóðarhöllin verði allt að 19.000 fermetrar að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Reykjavíkurborg Þrjú teymi hafa verið valin til þátttöku í samkeppnisútboði um hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardal í Reykjavík. Frá þessu segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að teymin sem taki þátt í samkeppnisútboðinu séu: Eykt ásamt T.ark arkitektum, HKS Architects, Verkís, Maffeis Engineering, Landslagi og Brekke & Strand Akustikk. ÍAV ásamt ASK arkitektum, COWI, LPO arkitektum, Ísloft, EOH og Landhönnun. Ístak ásamt Eflu ehf., Nordic Office of Architecture og Populus. Að loknu samkeppnisútboði verði gerður verksamningur við eitt teymi um fullnaðarhönnun og byggingu mannvirkisins. Á vef borgarinnar segir að forval hafi verið auglýst í vor og liggi niðurstöður þess fyrir. Samkeppnisgögnin hafu nú verið afhent teymunum og sæe samkeppnin formlega hafin. „Samkeppnisgögn byggja á vinnu framkvæmdanefndar og síðar Þjóðarhallar ehf. frá miðju ári 2022 og síðan með aðkomu Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Þjóðarhöll ehf. er í eigu ríkis og borgar, sem skipa stjórn Þjóðarhallar ehf. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar liggur fyrir og er framkvæmdin fjármögnuð á fjárlögum, í fjármálaáætlun 2025–2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta mikilvægt skref fyrir Reykjavíkurborg. „Með tilkomu Þjóðarhallar fjölgar æfingatímum barnanna í hverfinu verulega og Reykjavík styrkir sig mjög sem borg sem leggur áherslu á öflugt íþróttastarf og lýðheilsu. Þjóðarhöll verður mikið notað samfélagshús með góða tengingu við almenningssamgöngur og brýnt að höllin rísi hratt og örugglega,“ er haft eftir Einari. Fyrirhuguð staðsetning nýrra Þjóðarhallar Fram kemur að í samkeppnisgögnum sé lögð áhersla á að tryggja framúrskarandi gæði í hönnun, byggingu og rekstri Þjóðarhallar með áherslu á notagildi, útlit, frágang, aðgengi, sjálfbærni og hagkvæmni. „Ný Þjóðarhöll mun umbylta umgjörð í kringum landsliðsfólk í fjölmörgum íþróttagreinum, stórbæta aðstöðu fyrir börn og ungmenni og aðra íþróttaiðkendur auk þess að vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla. Ráðgert er að hún verði allt að 19.000m2 að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Þjóðarhöllin mun rísa í hjarta Laugardals, sunnan Laugardalshallar, með góðri tengingu við borgarlínu, göngu- og hjólaleiðir og fyrirliggjandi mannvirki; Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll. Notendur verða íþróttafélög, landsliðshópar sérsambanda fyrir æfingar og keppni, skólar í nágrenninu, háskólar fyrir íþróttakennslu og ýmsir viðburðahaldarar. Þá er ætlunin að höllin sé aðgengileg öllum, vettvangur lýðheilsuverkefna og samkomustaður íþróttafólks og almennings með tilheyrandi veitingarekstri sem tengist safnsvæði áhorfenda,“ segir í tilkynningunni. Ný þjóðarhöll Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Frá þessu segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að teymin sem taki þátt í samkeppnisútboðinu séu: Eykt ásamt T.ark arkitektum, HKS Architects, Verkís, Maffeis Engineering, Landslagi og Brekke & Strand Akustikk. ÍAV ásamt ASK arkitektum, COWI, LPO arkitektum, Ísloft, EOH og Landhönnun. Ístak ásamt Eflu ehf., Nordic Office of Architecture og Populus. Að loknu samkeppnisútboði verði gerður verksamningur við eitt teymi um fullnaðarhönnun og byggingu mannvirkisins. Á vef borgarinnar segir að forval hafi verið auglýst í vor og liggi niðurstöður þess fyrir. Samkeppnisgögnin hafu nú verið afhent teymunum og sæe samkeppnin formlega hafin. „Samkeppnisgögn byggja á vinnu framkvæmdanefndar og síðar Þjóðarhallar ehf. frá miðju ári 2022 og síðan með aðkomu Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Þjóðarhöll ehf. er í eigu ríkis og borgar, sem skipa stjórn Þjóðarhallar ehf. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar liggur fyrir og er framkvæmdin fjármögnuð á fjárlögum, í fjármálaáætlun 2025–2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta mikilvægt skref fyrir Reykjavíkurborg. „Með tilkomu Þjóðarhallar fjölgar æfingatímum barnanna í hverfinu verulega og Reykjavík styrkir sig mjög sem borg sem leggur áherslu á öflugt íþróttastarf og lýðheilsu. Þjóðarhöll verður mikið notað samfélagshús með góða tengingu við almenningssamgöngur og brýnt að höllin rísi hratt og örugglega,“ er haft eftir Einari. Fyrirhuguð staðsetning nýrra Þjóðarhallar Fram kemur að í samkeppnisgögnum sé lögð áhersla á að tryggja framúrskarandi gæði í hönnun, byggingu og rekstri Þjóðarhallar með áherslu á notagildi, útlit, frágang, aðgengi, sjálfbærni og hagkvæmni. „Ný Þjóðarhöll mun umbylta umgjörð í kringum landsliðsfólk í fjölmörgum íþróttagreinum, stórbæta aðstöðu fyrir börn og ungmenni og aðra íþróttaiðkendur auk þess að vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla. Ráðgert er að hún verði allt að 19.000m2 að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Þjóðarhöllin mun rísa í hjarta Laugardals, sunnan Laugardalshallar, með góðri tengingu við borgarlínu, göngu- og hjólaleiðir og fyrirliggjandi mannvirki; Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll. Notendur verða íþróttafélög, landsliðshópar sérsambanda fyrir æfingar og keppni, skólar í nágrenninu, háskólar fyrir íþróttakennslu og ýmsir viðburðahaldarar. Þá er ætlunin að höllin sé aðgengileg öllum, vettvangur lýðheilsuverkefna og samkomustaður íþróttafólks og almennings með tilheyrandi veitingarekstri sem tengist safnsvæði áhorfenda,“ segir í tilkynningunni.
Ný þjóðarhöll Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira