Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 14:43 Ómar Ingi Magnússon og Óðinn Þór Ríkharðsson glaðbeittir í landsleik. Óðinn er á leiðinni á HM en Ómar missir nær örugglega af öllu mótinu vegna meiðsla. vísir/Anton Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir það í raun fínt að Ómar Ingi Magnússon sé ekki „spurningamerki“ fyrir heimsmeistaramótið í næsta mánuði. Meiðsli hans séu þannig að Snorri þurfti strax að finna leiðir til að spila án Ómars. Ómar sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla í leik með Magdeburg um síðustu mánaðamót og var þá sagður í versta falli þurfa að vera frá keppni í þrjá mánuði. Snorri valdi því annan Selfyssing, Teit Örn Einarsson, með Viggó Kristjánssyni í stöðu hægri skyttu. „Ómar verður ekki leikfær nema eitthvað kraftaverk gerist. Að því sögðu er fínt fyrir mann sem þjálfara að þetta sé ekki spurningamerki,“ sagði Snorri á blaðamannafundi í dag þegar hann tilkynnti HM-hópinn. „Það segir sig sjálft að þegar lykilmaður dettur út þá þarf maður að velta hlutum fyrir sér. Þetta er kannski ekki hausverkur en það fór smátími í að velta fyrir okkur hvaða leið við vildum fara þegar Ómar datt út. Á endanum varð Teitur fyrir valinu,“ sagði Snorri. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur einnig verið frá keppni vegna meiðsla en er í HM-hópnum og vonast Snorri til að hann nái að spila næstu leiki með Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, áður en landsliðið kemur saman til æfinga 2. janúar. „Elliði er búinn að vera spurningamerki og er nýbyrjaður að spila aftur. Ég hef verið í góðu sambandi við hann og Guðjón Val. Hann er í frábæru líkamlegu formi en auðvitað er betra að menn séu búnir að vera að spila leiki. Hann er samt það mikilvægur og í stóru hlutverki hjá okkur að það er mikilvægt að hafa hann í hópnum. Það kann vel að vera að það taki hann smátíma að komast í sitt besta form, en hann gæti náð 2-3 leikjum í Þýskalandi áður en hann kemur til móts við liðið,“ sagði Snorri. Ísland á svo vináttulandsleiki ytra við Svía 9. og 11. janúar áður en liðið byrjar HM á að mæta Grænhöfðaeyjum 16. janúar í Zagreb. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Ómar sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla í leik með Magdeburg um síðustu mánaðamót og var þá sagður í versta falli þurfa að vera frá keppni í þrjá mánuði. Snorri valdi því annan Selfyssing, Teit Örn Einarsson, með Viggó Kristjánssyni í stöðu hægri skyttu. „Ómar verður ekki leikfær nema eitthvað kraftaverk gerist. Að því sögðu er fínt fyrir mann sem þjálfara að þetta sé ekki spurningamerki,“ sagði Snorri á blaðamannafundi í dag þegar hann tilkynnti HM-hópinn. „Það segir sig sjálft að þegar lykilmaður dettur út þá þarf maður að velta hlutum fyrir sér. Þetta er kannski ekki hausverkur en það fór smátími í að velta fyrir okkur hvaða leið við vildum fara þegar Ómar datt út. Á endanum varð Teitur fyrir valinu,“ sagði Snorri. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur einnig verið frá keppni vegna meiðsla en er í HM-hópnum og vonast Snorri til að hann nái að spila næstu leiki með Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, áður en landsliðið kemur saman til æfinga 2. janúar. „Elliði er búinn að vera spurningamerki og er nýbyrjaður að spila aftur. Ég hef verið í góðu sambandi við hann og Guðjón Val. Hann er í frábæru líkamlegu formi en auðvitað er betra að menn séu búnir að vera að spila leiki. Hann er samt það mikilvægur og í stóru hlutverki hjá okkur að það er mikilvægt að hafa hann í hópnum. Það kann vel að vera að það taki hann smátíma að komast í sitt besta form, en hann gæti náð 2-3 leikjum í Þýskalandi áður en hann kemur til móts við liðið,“ sagði Snorri. Ísland á svo vináttulandsleiki ytra við Svía 9. og 11. janúar áður en liðið byrjar HM á að mæta Grænhöfðaeyjum 16. janúar í Zagreb.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn